fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Konungsfjölskyldan komin með nóg af hertogahjónunum og Vilhjálmur muni aldrei treysta eða fyrirgefa Harry

Fókus
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa áhuga á bresku konungsfjölskyldunni líða engan skort um þessar mundir. Spekúlantar um málefni þessarar frægu fjölskyldu ná vart að komast heim til sín á milli viðtala við götublöð sem vilja birta getgátur um hitt og þetta og hafa sumir sérfræðingar gengið svo langt að skrifa heilu bækurnar sem byggja á sögusögnum eða nafnlausum heimildum um samskipti innan konungshallarinnar.

Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Omid Scobie hefur sérhæft sig í málefnum fjölskyldunnar. Hann vakti mikla athygli árið 2020 þegar hann gaf út bókina Finding Freedom sem fjallaði um hertogahjónin Harry og Meghan. Hertogahjónin þverneituðu í fyrstu að hafa haft nokkuð að gera með þá útgáfu, en þurftu síðar að biðjast opinberlega afsökunar, þegar aðkoma þeirra var afhjúpuð.

Nú hefur Scobie gefið út framhald bókarinnar þar sem hann beinir sjónunum að Karli III Bretlandskonungi, Vilhjálmi krónprinsi og samskiptum innan konungshallarinnar.

Heilaþveginn af sálfræðingum

Scobie heldur því meðal annars fram að Karl og Vilhjálmur eigi í valdabaráttu. Krónprinsinn hafi augastað á hásætinu og ætli sér ekki að bíða jafn lengi og faðir hans gerði. Vilhjálmur er sagður metnaðarfullur, skapstór og með skýra sýn um hvernig hann vill að konungsfjölskyldan sé rekin. Sú sýn eigi lítið skylt við það hvernig Karl hefur nálgast starfið.

Eins er fjallað um samskipti bræðranna Vilhjálms og Harry. Scobie telur útilokað að bræðurnir muni aftur eiga í góðu sambandi. Vilhjálmur sé þeirrar trúar að yngri bróðir hans hafi verið heilaþveginn af sálfræðingum og sé ekki lengur sá bróðir sem hann ólst upp með.

„Honum finnst hann hafa tapað Harry og vill ekkert af þessari útgáfu bróður síns vita,“ hefur Scobie eftir ónefndum heimildarmanni sem mun vera náinn prinsinum.

Þessi afstaða Vilhjálms hafi sýnt sig skýrt þegar drottningin dó, en Vilhjálmur hafði ekki fyrir því að tilkynna bróður sínum um andlátið og komst Harry að því að amma hans væri öll þegar hann fékk símtal frá eiginkonu sinni, Meghan, sem hafði lesið það á vef BBC.

„Harry var eyðilagður,“ hefur Scobie eftir ónefndum vini Harry. „Samband hans við drottninguna skipti hann öllu. Hún hefði viljað að hann frétti af andláti hennar áður en allur heimurinn fékk að vita það. Þau hefðu getað beðið aðeins lengur, það hefði engu breytt í stóra samheningu, en enginn virti Harry nægilega mikið til þess.“

Scobie hefur verið uppnefndur málpípa Meghan og Harry. Ljóst sé af skrifum hans að hann sé ekki að gæta hlutleysis og eins sé ljóst að hertogahjónin höfðu afskipti af fyrri bók hans.

Orðið þreytt

Konunglegi sérfræðingurinn Nick Bullen segir í samtali við FOX fréttastofuna að konungsfjölskyldan sé komin með leið á þessum endalausu skotum frá hertogahjónunum. Þetta sé bara komið gott. Scobie hafi áður gefið út bók um fjölskylduna og svo hafi Harry skrifað ævisögu sína. Nú eigi enn og aftur að vekja þessar deilur upp með enn einni bókinni. Það sé bæði synd og skömm.

„Hér erum við aftur stödd. Enn ein bókin, og fleiri opinberanir. Ég held að þreyta sé líklega rétta lýsingin á því hvernig konungsfjölskyldan upplifir þessa útgáfu.“

Konungsfjölskyldan sé komin með nóg af þessum sirkus sem hafi myndast í kringum hertogahjónin. Þau vilja grafa stríðsexina og eiga aftur góð samskipti við Harry og börn hans. Það sé þó erfitt þar sem enginn treysti hertogahjónunum lengur þar sem öllum samtölum virðist lekið raðbeint í fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna