fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Fann tvífara Kourtney Kardashian á mynd frá 1912

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 18:30

Kourtney Kardashian

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar halda ekki vatni eftir að notandi á TikTok fann tvífara Kourtney á ljósmynd sem tekin var árið 1912. 

Karina Nuvo, söngkona og fasteignasali í Kaliforníu,  var að versla í matinn þegar hún rakst á gamla skólamynd í versluninni. Nuvo smellti mynd af ljósmyndinni og birti á TikTok með textanum: „Var Kourtney Kardashian á lífi ári 1912?“

@lanuvovidakarina Doppelgänger at a Grocery Outlet @Kourtney Kardashian Barker #groceryoutlet #altadena #schoolhouse #1910s #twin #twinsoftiktok #doppelgänger #fyp ♬ Kourtney Kardashian – forthehome

„Ég var búin að vera veik í þrjá daga og skrapp í búðina til að kaupa mér súpu. Þar rakst ég á þessa skólamynd frá 1912 og fannst kennarinn vera tvífari Kourtney, mér fannst þetta frekar fyndið,“ segir Nuvo í færslu á Instagram. 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Karina Nuvo (@karinanuvosoul)

Óhætt er að segja að færsla Nuvo á TikTok hafi vakið athygli en 3,3 milljón áhorf hafa horft á myndband hennar þar. Nuvo, sem tilnefnd hefur verið tvisvar til Grammy verðlauna, segir það skondið að þetta sé færslan hennar á samfélagsmiðlum sem verður „viral„. Segist hún hafa birt færslur um hluti sem skipta máli að hennar áliti, færslur sem ætlað er að vekja umræðu og heilsutengdar, en þær hafi fengið litla athygli.

Nuvo ákvað síðan að bregða á leik með færsluna og setur tal Kourtney yfir, úr einni senu þáttanna um Kardashian fjölskylduna. Þar er hún orðið þreytt á barnsföður sínum, Scott Disick, sem vill ennþá mæta á viðburði eins og parið og börnin séu ein stór fjölskylda. Samband hennar og núverandi eiginmanns hennar Travis Barker var þá að verða alvarlegt. „Éghef ekki tíma fyrir þetta, ég ætla að segja þessu drama upp,“ segir Kourtney.

Margir eru sammála Nuvo um að um tvífara Kourtney sé að ræða. 

„Þetta er klárlega tvífari hennar, ég er orðlaus.“

„Ég vissi að þau væru vampírur,“ sagði annar í gríni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús vandar Vigdísi ekki kveðjurnar – „Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði“

Magnús vandar Vigdísi ekki kveðjurnar – „Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslenskir Eurovision-aðdáendur bregðast við útspili Ísraels – „Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna“

Íslenskir Eurovision-aðdáendur bregðast við útspili Ísraels – „Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóna og Bjarni um biskupinn sem reitti Donald Trump til reiði

Jóna og Bjarni um biskupinn sem reitti Donald Trump til reiði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björt og skemmtileg íbúð í Sigvaldablokk

Björt og skemmtileg íbúð í Sigvaldablokk
Fókus
Fyrir 5 dögum

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“