fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Tilfinningaþrungið myndband starfsmanns Walmart slær í gegn – Sagði upp eftir 10 ár hjá fyrirtækinu

Fókus
Mánudaginn 27. nóvember 2023 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gail Lewis átti væntanlega ekki von á því að verða að samfélagsmiðlastjörnu nánast á einni nóttu þegar hún birti tilfinningaþrungið myndband á TikTok-síðu sinni á dögunum.

Lewis hefur unnið fyrir verslun Walmart í borginni Morris í Illinois síðastliðin tíu ár, en á dögunum fékk hún spennandi starfstilboð á öðrum vettvangi sem hún ákvað að þiggja.

Lewis átti augljóslega erfitt með að kveðja verslunarrisann og birti hún myndband á TikTok þar sem hún sást meðal annars tilkynna í talstöð sína að hún væri búin að stimpla sig út í síðasta sinn. Þá birti hún annað myndband af sér úti í bíl þar sem hún grét og átti í erfiðleikum með að leyna tilfinningum sínum.

Myndbandið er búið að fá yfir 20 milljón áhorf og þá er Gail komin með 90 þúsund fylgjendur á miðlinum. Bíða þeir væntanlega spenntir eftir því sem Gail gerir í framtíðinni. Þá eru komin um 40 þúsund athugasemdir á myndbandið og eru þær flestar í jákvæðum kantinum þar sem Gail er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Carrie Moses, verslunarstjóri umræddrar verslunar í Morris, segir að Gail hafi verið frábær starfskraftur og hennar verði sárt saknað. Óskar hún henni velfarnaðar í nýju starfi en Gail hefur enn ekki opinberað það hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur.

@fluffygaileena♬ original sound – fluffygaileena

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk