fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Tilfinningaþrungið myndband starfsmanns Walmart slær í gegn – Sagði upp eftir 10 ár hjá fyrirtækinu

Fókus
Mánudaginn 27. nóvember 2023 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gail Lewis átti væntanlega ekki von á því að verða að samfélagsmiðlastjörnu nánast á einni nóttu þegar hún birti tilfinningaþrungið myndband á TikTok-síðu sinni á dögunum.

Lewis hefur unnið fyrir verslun Walmart í borginni Morris í Illinois síðastliðin tíu ár, en á dögunum fékk hún spennandi starfstilboð á öðrum vettvangi sem hún ákvað að þiggja.

Lewis átti augljóslega erfitt með að kveðja verslunarrisann og birti hún myndband á TikTok þar sem hún sást meðal annars tilkynna í talstöð sína að hún væri búin að stimpla sig út í síðasta sinn. Þá birti hún annað myndband af sér úti í bíl þar sem hún grét og átti í erfiðleikum með að leyna tilfinningum sínum.

Myndbandið er búið að fá yfir 20 milljón áhorf og þá er Gail komin með 90 þúsund fylgjendur á miðlinum. Bíða þeir væntanlega spenntir eftir því sem Gail gerir í framtíðinni. Þá eru komin um 40 þúsund athugasemdir á myndbandið og eru þær flestar í jákvæðum kantinum þar sem Gail er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Carrie Moses, verslunarstjóri umræddrar verslunar í Morris, segir að Gail hafi verið frábær starfskraftur og hennar verði sárt saknað. Óskar hún henni velfarnaðar í nýju starfi en Gail hefur enn ekki opinberað það hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur.

@fluffygaileena♬ original sound – fluffygaileena

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi