fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Á yfir 300 jakkaföt og tapaði kampavíni fyrir hálfa milljón á Þjóðhátíð – „Myndi giftast Audda og drepa Steinda“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 25. nóvember 2023 17:30

Hlynur Már Jónsson Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Már Jónsson, er nýjasti gestur Götustráka í hlaðvarpsþætti þeirra. Hlynir keppti á árum áður í fitness og varð þekktur undir nafninu Hlynur ICEFIT. Hann svarar spurningu frá hlustanda um hvað hafi orðið um Hlyn fittness með þeim orðum að hann hafi varið farið í pásu en sé þarna ennþá og gæti komið aftur.

Hlynur er hótelstjóri Hótel Arnarstapa, starfar jafnframt sem fasteignasali á Kýpur og kennir sig nú við lífsstílinn H. Eliteli­festyle .

Beðinn um að rifja upp skemmtilega djammsögu, segist Hlynur hafa farið þrisvar á þjóðhátíð og tekið þær allar með trompi. „Ég byrjaði á að leigja limmu í Reykjavík, þegar ég fór í annað sinn og með þrjá kassa af kampavíni, sorglega múvið var að ég var einn í bílnum. Á Bakka var ég búin að leigja einkaflugvél. Þessi þjóðhátíð var þannig að það var snælduvitlaust veður og allir fóru í íþróttahúsið. Ég var búinn að tjalda í dalnum með held ég vínbirgðir fyrir hálfa milljón i tjaldinu sem fannst ekki aftur. Ég fann svo tjaldið mitt út í tjörn, þannig að það var farið í ríkið aftur og fyllt á. Ég held að þessi þjóðhátíð hafi verið vika í heildina af því ég djammaði líka í Reykjavík áður en ég fór heim.

Bjarki hendir leiknum „Ríða, drepa, giftast„ á Hlyn og það með FMBlö-gengið. „Ég myndi giftast Audda, ætli ég myndi ekki ríða Gilza og drepa Steinda. Auddi er skemmtilegur karakter, hann er líka gæinn með allt á hreinu, hann er ekki algjör trúður,“ segir Hlynur.

Söfnunaráráttan er einnig tekin fyrir. „Ég safna fötum, jakkafötum sérstaklega, ég á yfir 300. Og þetta er nýja áráttan,“ segir Hlynur og tekur af sér gleraugun. Hann segist hins vegar aðeins eiga tvo sixpensara, og byrjað að nota þá eftir að hann varð sköllóttur. „Ég á ekki 300 af neinu, þó ég taki allt saman,“ segir Bjarki. „Þú getur lúkkað vel þó það kosti ekki augun úr,“ segir Hlynur.

Um Götustráka
Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.
Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“