fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fókus

Óhugnaður svífur yfir og illska mannskepnunnar er við völd

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 25. nóvember 2023 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóri bróðir var óvæntur sigurvegari jólabókaflóðsins árið 2022, óvæntur að því leyti að þar var ungur höfundur á ferð með sína fyrstu bók, sem vann Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin og er þar með tilnefnd til samnorrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins á næsta ári. Verðlaunin vann Arnaldur Indriðason árin 2002 og 2003 fyrir Mýrina og Grafarþögn.

Skúli Sigurðsson sýndi þannig strax með sinni fyrstu bók að hann á heima á sömu hillu og risar íslenskra spennusagna. Margir gætu hafa kiknað undir slíkri athygli og verðlaunum í upphafi ferilsins og setið lengi fyrir framan tölvuna með auðar síður, en Skúli greindi strax frá því að næsta bók var þegar langt komin og þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Helförin, fjöldamorð nasista á Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni, hefur verið innblástur að fjölmörgum bókum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum, og sama á við um aðra bók Skúla, Maðurinn frá São Paulo. 

Bókin hefst á sannkallaðri hetjudáð, þar sem hermaðurinn Josef Mengele, sem síðar varð þekktur sem dauðaengillinn í Auschwitz, útrýmingarbúðum nasista, bjargar Karl Günter 

Schmidt, ökumanni skriðdreka í þýska hernum, í orrustu um Rostock í Úkraínu 1942. Sögunni víkur næst til Íslands 35 árum síðar, þar sem leigubílstjóri finnst látinn í bíl sínum í Reykjavík. Morð sem rifjar fyrir mörgum lesendum upp óleyst morðmál hér á landi árið 1968. 

Héðinn lögreglumaður, sem kom við sögu í Stóra bróður er aðalpersóna bókarinnar, nú ungur rannsóknarfulltrúi, en ekki eru allir félagar hans sáttir við skjótan frama hans innan lögreglunnar. Samskipti Héðins við yfirmenn, stjórnvöld og ráðherra, og samskipti íslenskra og bandarískra stjórnvalda hvað varðar setu Kanans á Keflavíkurflugvölli koma við sögu og kemst Héðinn svo sannarlega í krappann í þeim samskiptum. Söguþráðurinn verður ekki rakinn neitt frekar til að spilla ekki fyrir lesendum, en Skúli ferðast með söguna vítt og breitt um heiminn og áratugina, til Suður-Ameríku, í fangabúðir nasista, á starfsstöðvar lögreglunnar í Auðbrekku í Kópavogi, á herstöð Kanans á Keflavíkurflugvelli og víðar. 

Skúli Sigurðsson

Bókin minnir á bækur Alistair MacLean, Ian Fleming, Ken Follett og fleiri slíkra, þar sem söguhetjan sem ávallt er karlmaður kemst ítrekað í hann krappan og má sín oft lítils gegn ógnvekjandi atburðum, sem hann ýmist sleppur naumlega frá með fjölda skráma eða alls ekki. Söguhetjan er jafnvel oft einhver skrifstofublók sem ætlaði sér alls ekki þau verkefni og hetjudáðir sem hún flækist inn í.

Bókin er karllæg í takt við sögusvið og anda þess tíma sem hún gerist á, konurnar sem koma við sögu eru oftast í bakgrunni og hafa lítil sem engin áhrif á framvinduna. Samskipti Héðins við fröken Magnhildi, ritara rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, minna aðdáendur James Bond á samskipti hans við Moneypenny. En hér er rómantíkin voða lítið að þvælast fyrir sögupersónum og lesendum, enda aragrúi bóka til sem einblína á þann þátt mannlegrar tilveru. Bókin flæðir vel í lestri, lestur á ekki að vera þrautaganga fyrir lesendur, samtöl eru skýr, vel skrifuð, áhugaverð, skemmtileg og ógnvekjandi eftir hvað við á, persónur dregnar skýrum dráttum, sem og staðhættir.  Óhugnaður svífur yfir og illska mannskepnunnar er við völd. 

Með Maðurinn frá São Paulo staðfestir Skúli að hann er kominn til að vera með þeim bestu á sviði íslenskra spennusagna og verður spennandi að sjá hvaða sögusvið ratar á blað næstu bókar hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring
Fókus
Fyrir 5 dögum

Elisa varar ferðamenn við Íslandi – Ráð hennar algjörlega hunsuð

Elisa varar ferðamenn við Íslandi – Ráð hennar algjörlega hunsuð