fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fókus

Sara Páls dáleiddi Arnór í beinni og tengdi hann við fyrra líf

Fókus
Föstudaginn 24. nóvember 2023 11:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Alkastið heldur áfram innreið sinni á hljóðvarpsmarkaðinn. Að þessu sinni settust þeir Arnór Jónsson og Gunnar Dan Wiium niður með dáleiðaranum og orkuheilaranum Söru Pálsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sara kemur í viðtal hjá Gunnari því að á tímum Þvottahússins mætti hún tvisvar í viðtal og dáleiddi þá Gunnar í fyrra skiptið og Davíð bróður hans í seinna skiptið. Að þessu sinni átti að taka örlítið annan pól í hæðina og sjá hvort væri hægt að dáleiða Arnór og tengja hann aftur við fyrra líf.

Arnór segir svona frá:

„Sara hafði samband við mig nokkrum dögum fyrir dáleiðsluna og bað mig að undirbúa mig með því að hlusta á upptökur af dáleiðslu sem eru aðgengilegar á síðunni hennar SaraPalsdottir.is. Aðfaranótt föstudags setti ég upptökuna Að elska sjálfan sig í gang þegar ég og konan mín vorum að leggjast til hvílu. Morguninn eftir tjáði konan mín að hana hafi dreymt mig í hlutverki þar sem ég var stanslaust í leit að staðfestingu og viðurkenningu hjá fólkinu í kringum mig. Ég var ekki nógu góður og þar af leiðandi var ekkert eða enginn í kringum mig heldur nógu góður…

Á sunnudagskvöldinu var svo komið að dáleiðslunni. Eftir að hafa farið í gegnum nokkrar einfaldar æfingar og slökun komst ég í samband við eigin undirmeðvitund. Í undirmeðvitundinni eru allar minningar sem ég hef upplifað í gegnum mín lífshlaup; enginn þekkir mig betur er mín eigin undirmeðvitund. Eftir að hafa slakað vel á og náð að tengjast undirmeðvitundinni komst ég í ástand sem má helst líkja við draum. Ég var fullkomlega meðvitaður um umhverfi mitt, gat bæði hlustað og talað en sá fyrir mér myndir og atriði líkt og í draumi. Eftir smá aðdraganda sá ég fyrir mér lítið barn standandi í rimlarúmi á spítala. Mér sýndist barnið vera svona þriggja ára gamall. Barnið var ég! Sara spurði mig hvernig mér liði og þá fann ég fyrir ótta og kvíða. Eins og við manninn mælt fann ég fyrir spennu upp í axlir og sting í maganum. Litla barnið óttaðist að vera yfirgefið, skilið eftir af því að það er eitthvað að því; það er ekki nógu gott eins og það er…

Það má gjarnan skjóta því inn hér að daginn eftir dáleiðsluna hafði ég samband við móður mína og sagði henni frá þessari lífsreynslu. Hún tjáði mér þá að ég hafi í raun og veru farið á spítala þegar ég var eins árs gamall og þurft að vera þar í nokkra daga út af vandræðum með meltinguna; vandræði sem lækningarmiðillinn Einar á Einarsstöðum leysti úr á endanum. Á þessum tíma fengu foreldrar ekki að dvelja næturlangt með veikum börnum á spítalanum, þannig að á einhverjum tímapunkti var ég vissulega skilinn eftir af því að það var eitthvað að mér.

Sara bað mig að ganga að rimlarúminu og taka litla Arnór í fangið og segja honum með hjartanu að ég fari aldrei frá honum og að hann sé, hafi alltaf verið og muni alltaf vera alveg nógu góður alveg eins og hann er. Rétt eins og spennan og stingurinn kom skyndilega þegar þessar tilfinningar voru dregnar fram, hurfu þær jafn skjótt og ég faðmaði að mér þetta litla barn.”

Dáleiðslan stoppaði ekki þarna. Næst var farið ennþá dýpra; ennþá lengra aftur. Til þess að heyra hver og hvar Arnór var í fyrra lífi og hvort skortur og ótti hafi fylgt honum í gegnum kynslóðir er bara að horfa á þáttinn hér að neðan eða finna þáttinn á næstu streymisveitu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa