TMZ greinir frá því að Holden hafi lagt inn skilnaðarpappíra í gær og vísað í „óyfirstíglegan ágreining“ sem ástæðu skilnaðarins. Þau eiga saman einn son, Finnigan Holden McCormack sem er 21 árs.
Janet og Eric gengu í það heilaga þann 3. ágúst 1997 og fimm árum síðar kom Finnigan í heiminn. Þau kynntust fyrst árið 1994 þegar þau unnu bæði við gerð sjónvarpsþáttanna Lonesome Dove. Janet var aðstoðarleikstjóri þáttanna á meðan Eric fór með eitt af aðalhlutverkunum.