fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

Segir þessi sjö atriði benda til þess að hann hafi engan áhuga á þér – Leyniorðið sem ljóstrar upp öllu

Fókus
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 22:30

Sarah Lauren/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Sarah Lauren hefur slegið í gegn á TikTok fyrir myndbönd sín um ástarsambönd, stefnumót og samskipti.

Tveggja myndbandasería frá henni hefur vakið sérstaka athygli. Í þeim telur Sarah upp sjö atriði sem hún segir benda til þess að karlmaður hafi ekki áhuga að vera í sambandi með þér.

Hún segir að ef karlmaður gerir eitthvað af þessu sé það mjög skýr vísbending um áhugaleysi, hún nefnir einnig eitt leyniorð sem segir allt sem segja þarf.

„Þetta eru eitthvað sem karlmenn gera þegar þeir eru ekki hrifnir af þér, þeir vilja ekkert meira umfram kynlíf eða bara hafa gaman,“ sagði hún.

Sarah Lauren/Instagram

Hér eru atriðin sjö:

Hann sendir þér bara skilaboð á kvöldin eða um helgar

Sarah segir að karlmaður sem hefur aðeins áhuga á kynlífi muni bíða þar til honum leiðist og sé með nægan frítíma til að hafa samband.

Hann segist vera lélegur í netsamskiptum

Sarah segir að ef karlmaður hefur alvöru áhuga á þér þá mun hann vera fljótur að svara skilaboðum frá þér, þó hann sé ekki límdur við símann sinn.

„Karlmaður mun finna tíma til að senda þér skilaboð ef hann hefur áhuga á þér. Og ef hann hefur ekki tímann, þá hringir hann.“

Þú sérð aðeins svefnherbergið hans

Sarah segir að þó karlmaður sé að stunda kynlíf með þér þá þýði það ekki endilega að hann vilji eitthvað meira.

„Ef þú sérð aðeins svefnherbergið hans, þá er það eini staðurinn í lífi hans sem hann vill hafa þig,“ segir hún og bætir við að karlmaður sem vill deita þig mun skipuleggja stefnumót utan heimilisins og kynna þig fyrir vinum hans.

@sarahlauren71 start building the team. #fyp ♬ original sound – Sarah Lauren

Hann er snertifælinn

Ef hann er ekki hrifinn af því að snerta þig á almannafæri, eins og að halda í hönd þína eða koma við bak þitt eða fótlegg, þá ber hann ekki sterkar tilfinningar til þín að sögn Söruh.

Hann deilir ekki gleðifréttum með þér

„Ef þú ert ekki sú fyrsta sem hann deilir gleðifréttum með, heldur færðu að heyra það frá vinum hans eða fjölskyldu, þá sér hann þig ekki sem maka sem hann á framtíð með,“ segir hann.

Hann líkar ekki við færslurnar þínar á samfélagsmiðlum

Sarah segir að hegðun hans á samfélagsmiðlum hafi mikið að segja um tilfinningar hans gagnvart þér.

Hún segir að ef karlmaður hefur áhuga þá líkar hann við allar myndir, skrifar athugasemdir, sendir þér skilaboð og svo framvegis.

Hann virðist pirraður á þér

„Ef þú sérð að hann pirrar sig auðveldlega á þér þá eru líkur á því að nærvera þín pirri hann og hann muni aldrei komast yfir það,“ sagði Sarah.

Sarah Lauren/Instagram

Hafðu eyrun opin fyrir þessu leyniorði

Samkvæmt Söruh er eitt orð sem gefur allt til kynna sem þú þarft að vita. Það er ekki „nei“ heldur „upptekinn.“

„Ef hann notar þetta leyniorð þá er honum alveg sama,“ segir hún.

„Ef hann segist vera upptekinn, þá er hann ekki að reyna og vill ekki einu sinni reyna. Hann er bara ekki það hrifinn af þér og segist vera upptekinn til að forðast að gera eitthvað með þér.“

@sarahlauren71 on to the next #fyp ♬ original sound – Sarah Lauren

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl