fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Sean Penn tjáir sig um óvænt andlát Matthew Perry – „Get ekki sagt að þetta hafi komið mér mikið á óvart“

Fókus
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Sean Penn segir að andlát kollega hans, Matthew Perry, hafi ekki komið honum neitt sérstaklega á óvart. Matthew hafi farið illa með sig í gegnum árin og líklega hafi líffæri hans hreinlega orðið fyrir of miklum skaða sökum fíknisjúkdómsins sem leikarinn glímdi við.

Penn segir í hlaðvarpi Piers Morgan að hann hafi rekist á Matthew fyrir ekki svo löngu síðan þegar þeir voru báðir á leið í flug.

„Þetta var hæfileikaríkur maður. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt hann það vel. En ég sá hann nýlega, þegar við vorum báðir á leið í flug frá flugvellinum í Los Angeles, og ég hrósaði honum fyrir það sem ég hafði frétt af bókinni hans. Ég hafði samt ekki lesið hana. Ég hafði séð þónokkuð af viðtölum við hann þar sem  hann ræddi bókina, hvað hann var að gera upp úr fortíðinni, og hann vissi vel hvað hann var að tala um og sýndi mikið hugrekki. Það var óeigingjarnt af honum að bjóða reynslu sína fram svo hún megi hjálpa öðrum.

Þetta var harmleikur, en ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér neitt sérstaklega á óvart. Ég veit ekki nákvæmlega hvað kom fram í krufningu og allt það, en ég veit að hann hafði valdið líffærum sínum miklum skaða í gegnum árin.“

Sean Penn segir það huggun harmi gegn að Matthew hafi náð að gefa út æviminningar sínar áður en hann dó. Eins er ljóst að hann hafi snert líf margra og hans verði klárlega minnst.

Matthew Perry fannst látinn í heitum potti við heimili sitt þann 28. október. Hann var 54 ára að aldri. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök hans var, en niðurstöður krufningar hafa ekki verið opinberaðar. Vinir Matthew segja að hann hafi verið edrú fyrir andlátið, en hann hafði í gegnum árin talað opinskátt um baráttu sína við fíkn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Í gær

Klámstjarnan viðurkennir að hafa logið og afhjúpar ástæðuna – „Ógeðslegt“

Klámstjarnan viðurkennir að hafa logið og afhjúpar ástæðuna – „Ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul