fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

„Ég vaknaði heima hjá mér og vissi ekki að ég hafði farið á spítala um nóttina eftir að hafa fundist í einhverju húsasundi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 20:29

Gunnar Ingi Valgeirsson er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Gunnar Ingi Valgeirsson, þekktur sem Major Pink, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Gunnar Ingi er maðurinn á bak við átakið Lífið á biðlista sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Átakið er herferð gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun.

„Eins og er eru samtals í kringum þúsund manns á landinu á biðlista eftir að komast í afeitrun og eftirmeðferð. Mér finnst það allt of há tala. Fólk er að deyja á meðan það bíður,“ segir hann og bætir við að það þurfi að auka fjármagn til SÁÁ en síðasta sumar þurfti að loka tveimur meðferðarúrræðum fyrir fólk með fíknivanda á meðan stofnunin og starfsmenn fóru í sumarleyfi, þar á meðal Vík.

Andlát ungrar móður á þeim tíma varð kveikjan að verkefninu. „Hún var með mér í meðferð en náði því miður ekki bata þá. Hún fór síðan á geðdeild og komst þaðan inn á Vog. En út af þessu sumarleyfi SÁÁ þá kláraði hún eftir átta daga á Vogi, sem er minna en flestir taka, og þurfti að bíða í þrjár vikur eftir að komast inn á Vík, sem er eftirmeðferð hjá SÁÁ. Hún lést tveimur dögum eftir að hún kom út af Vogi. Hún var heimilislaus og hafði engan stað að fara á. Mér finnst það ekki í boði að senda fólk út í dauðann. Þetta er grafalvarlegt mál sem snertir marga.“

Langaði ekkert meira en að gera þetta aftur

Gunnar hefur verið edrú í næstum tíu mánuði en hans neyslusaga hófst þegar hann var sextán ára gamall og byrjaði að fikta með áfengi í framhaldsskóla, eins og margir unglingar gera.

„En um leið og ég smakkaði landa í einhverju framhaldsskólafyrirpartýi gat ég ekki stoppað. Ég drakk þar til ég man ekki meira. Ég vaknaði svo heima hjá mér og vissi ekki að ég hafði farið á spítala um nóttina eftir að hafa fundist í einhverju húsasundi og einhver dyravörður hjálpaði mér að finna pabba minn. Ég fékk áfengiseitrun,“ segir hann.

„Þetta er klassískt með alkóhólista, þessi fyrsta reynsla, að þrátt fyrir þennan alvarleika og hvað gerðist þá langaði mig ekkert meira en að gera þetta aftur. Því þetta slökkti á einhverju. Ég var óöruggur og feiminn krakki, átti erfitt með að tengjast fólki og var mikið einn heima í tölvuleikjum, sem var önnur tegund á flótta frá raunveruleikanum. Ég þráði ekkert meira en að halda áfram að slökkva á þessum tilfinningum og slökkva á hausnum mínum. Þannig var þetta alltaf, í hvert einasta skipti sem ég drakk, þá endaði það alltaf annað hvort með því að ég fór í „black out“ og vissi ekkert hvað gerðist eða áfengið kláraðist og það var ekki hægt að redda meira, og ég var ofurölvi og gerði heimskulega og hættulega hluti. Ég entist ekki lengi í áfenginu og var fljótur að kynnast öðrum efnum.“

Skorar á heilbrigðisráðherra

Gunnar Ingi hefur tekið viðtöl við sex einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að annað hvort hafa verið á biðlista eða vera á biðlista. Nú ætlar hann að snúa sér að fólkinu í kerfinu og hefur reynt – árangurslaust – í nokkrar vikur að fá Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í viðtal.

„Ég skora á heilbrigðisráðherra að taka þetta viðtal af því að hann hefur sjálfur viðurkennt opinberlega að hann sé ekki búinn að kynna sér þessi málefni nógu vel. Þannig það besta sem hann getur gert í þessari stöðu, því þetta er stærsti heilbrigðisvandi okkar í dag, það er fíknisjúkdómurinn, besta sem hann getur í þessari stöðu er að horfa á þessa þætti, kynna sér þetta, heimsækja gistiskýlið, ræða við starfsfólk þar, ræða við fólk sem hefur náð bata, kynna sér þessi mál almennilega,“ segir Gunnar Ingi.

Horfðu á þættina frá Lífið á biðlista á YouTube, TikTok eða Instagram.

Gunnar Ingi kemur fram undir listamannanafninu Major Pink og gaf nýlega út plötu. Hlustaðu hér á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn
Hide picture