fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Óborganlegar frásagnir af erlendum ferðamönnum – „Spurði mig hvenær á kvöldin væri slökkt á Skógafossi“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað er það heimskulegasta sem túristar hafa sagt/gert?“ spurði notandinn Saurlífi á Reddit á dögunum og uppskar nokkrar óborganlegar athugasemdir.

Sjálfur byrjaði hann með sögu um ferðamenn á Austurlandi: „Heyrði einu sinni í túristum sem ætluðu að skreppa til Egilstaða um morguninn en voru ekki viss hvort þau myndu ná að komast aftur til Reykjavíkur fyrir hádegismat. Ég sagði þeim að reyna bara sitt besta.“

Önnur góð saga frá Egilsstöðum: „Ég var að vinna á bílaplani hjá Nettó á Egilsstöðum og heyrði eitthver læti við neðra bílaplanið við N1, ég snúði mér við og sá kall frá Olíudreifingu hlaupandi fulla ferð, öskrandi og sveiflandi höndunum í allar áttir og þá sá ég nokkra túrista með 2 klósettkassa og þau voru að tæma þá í álkassa þar sem öll tengin eru fyrir olíubílana til að fylla á tankana hjá N1.“

Ferðamenn á Suðurnesjum fá sinn skerf: „Ég vann á veitingastað á Suðurnesjum fyrir nokkrum árum síðan sem fékk til sín ágæta traffík ferðamanna af nærliggjandi hóteli. Eitt nóvemberkvöld fengum við til okkar tvo pilta sem voru rétt skriðnir yfir tvítugt. Þeir voru báðir bandarískir, en unnu á einhverju skemmtiferðaskipi sem sigldi um karíbahafið og voru í stuttu fríi.

Þeir fengu skyndihugdettu um að taka helgarferð til Íslands til þess að fara á einhvern jökulinn, og voru bara nýlentir þegar ég hitti þá. Þeir voru báðir á stuttbuxum og bol, sokkalausir í sandölum, svo ég spurði þá hvernig þeir væru búnir til ferðarinnar. Þeir litu á hvorn annan og svo mig líkt og ég væri með tvo hausa, og spurðu hvað ég ætti eiginlega við. Ég sagði þeim að þá væri hægara sagt en gert að gera sér ferð upp á jökul. Það krefðist oftast nær einhvers undirbúnings, sér útbúinn bíl, og auðvitað þyrfti maður að vera klæddur eftir aðstæðum. Krakkahelvítin höfðu ekki hugmynd. Þeir komu hingað skítblankir og farangurslausir og ætluðu bara upp á jökul eins og þeir voru klæddir. Vissu ekki einu sinni hvaða jökul, höfðu ekki svo mikið sem kíkt á landakort eða gúgglað jökulferðir. Þeim datt ekki einu sinni í hug að það yrði kalt á Íslandi í nóvembermánuði, hvað þá uppi á jökli. Veit ekki hvort þeir héldu að hér væru bara jöklar í göngufæri hist og har um landið. Ég veit heldur ekki hvað þeir enduðu með að gera þessa tvo daga sem þeir voru hérna, en ég las amk ekki um neina heimska kana uppi á jökli í neinu blaðinu eftir helgina. Þeir skömmuðust sín amk nógu mikið að þeir komu ekki að borða hjá okkur aftur yfir helgina.“

Gosstöðvarnar komust auðvitað í athugasemd: „Fyrr á árinu þegar eldgosið var ennþá í gangi (þegar það var mikill reykur of allt annaðhvort lokað eða beðið fólk um að fara þangað sem minnst, helst ekki, og sérstakega ekki með börn) var óþægilega mikið af fólki sem ætlaði bara að taka leigubíl, rölta upp næstum því á inniskónum með varla 4 ára börnin sín án vatns, nestis eða neins og vildu svo að ég myndi hringja á leigubíl aftur þegar þau voru búin. skulum bara segja að þau fengu feitt „heyy hefuru heyrt um lava show-ið á granda? haha, það er aðeins betra fyrir börn ef þú er virkilega harður á því að sjá hraun…“ 

Margir minnast á spurningar ferðamanna um norðurljósin:

„Spurðu mig kl hvað norðurljósin byrjuðu, og urðu svo fyrir miklum vonbrigðum þegar þau komust að því að þetta er ekki eins og bíósýning sem hefst kl 20:00. Og já þetta var í maí.“

„Ég heyrði af túrista sem bað hótelstarfsmann um að kveikja á norðurljósunum.“

„Ég vann upp á flugvelli og hitti gommu af heimskum túristum. Það sem stendur helst upp úr er maður sem var brjálaður á leiðinni heim aftur eftir að hafa komið fýluferð því hann sá ekki norðurljósin.. í júní. Það var auðvitað mitt vandamál að hann fékk ekki að sjá nein norðurljós og það þyrfti að auglýsa þau betur.“

Sundmenning og íslenskur gjaldeyrir

Sundmenning landsmanna er mörgum ferðamönnum óskiljanleg, sérstaklega þetta þvo sér dæmi áður en farið er í laugina: „Sá einu sinni tvo bandarískan gaura í sundi, þeir klæddu sig úr öllu nema nærbuxum, fóru svo í sundskýluna yfir næsrbuxurnar og ætluðu svo bara beint út í laug. Einn gestur benti þeim á að þeir þyrftu að baða sig fyrst án skýlu og þeir sögðu no joke „nah we’re good, i’ts weird to be naked in public, that’s not how we do things“. Ég passaði mig á því að vera ekki í sama pott og þessir dirty mafks.“

Íslenskur gjaldmiðill veldur mörgum eilífum hausverk, það á einnig við um marga ferðamenn. Við sem ferðumst þekkjum öll að bera verð erlendis saman við heimalandið, eðlilega gera ferðamenn hér á landi það líka.

„Ég var að bíða eftir minni tösku á Leifstöð þegar random útlendingur pikkar í mig og spyr hvernig gengið okkar sé. Vill vita bæði gjaldmiðil og exchange rate miðað við danska krónu. Tek það fram að ég var ekki að koma frá Danmörku, svo ég hafði enga hugmynd.“

„Það toppar ekkert bandaríkjamennina með „How much is this in real money?“

Ferðamenn sem halda að þeir geti gengið inn hvar sem er 

Óumbeðnar heimsóknir komu við sögu, þar sem ferðamenn virðast telja sér heimilt að ganga inn hvar sem er: 

„Túristi ákvað að stoppa fyrir utan húsið mitt og ætlaði að leysa af sér fyrir framan stofugluggann minn. Stoppaði um leið og hún sá mig. Túristar ætluðu að ganga inn í húsið mitt afþví „þeir héldu að þetta væri sjoppa“ samkvæmt þeim… (ég bý í úthverfi með engum verslunum). Túristar að nauðhemla ítrekað á þjóðvegi til að hlaupa út og taka myndir af e-u ómerkilegu.“

„Það löbbuðu einu sinni kínversk hjón inn í bústaðinn minn þar sem ég sat með morgunbollann á sloppinum. Töluðu ekki neina ensku.“

„Reyndu að labba inn í grunnskólann minn einu sinni, héldu að það væri sundlaug.“

„Same, það komu einu sinni hópur af túristum inn í skólastofuna í miðjum tíma og létu eins og við værum einhverjir álfar og fóru að taka myndir af öllu í stofunni og krökkunum. Svo gerðist það líka í menntaskóla, einhverjir túristar löbbuðu inn í stofuna í miðjum tíma og héldu að þetta væri ferðamannastaður, spurðu meiri að segja hvað væri að sjá hérna.“

„Sögðust hafa fundu upplýsingar um veiði kofa á netinu og að það væri hægt að gista þar. Ekki vitað hver setti þær upplýsingar þar og alls ekki rétt að hægt væri að gista þar enda einkaeign. Fóru svo þangað og hann læstur og brutust þá inn. Kvörtuðu svo yfir því hvað aðstæðurnar væru lélegar og að það væri ekki gott að sofa þar. Enda var þessi kofi ekki ætlað að gista í, bara til að elda og borða og hvílast aðeins í mesta lagi. Svo voru líka margir túristar sem stoppuðu á einum sveitabæ og fóru oft inni í húsið til að fara á klósettið. Eins og það væri eðlilegt að labba bara inní næsta hús til að nota klósettið. Fóru líka margir inní fjósið og fjárhúsin og vildu fá að skoða þar um eins það væri ferðamannastaður. Það var líka búið að láta eitthvað af þessum túristum vita sem stoppuðu þarna að ef eitthvað bilar eða vantar hjálp við að stoppa bara á næsta sveitabæ og að þau myndu hjálpa þér sama hvað það væri sem væri að.“

Íslensk náttúra er furðuleg

Náttúra landsins fær auðvitað sínar heimskulegu spurningar:

„Ein sem átti uppruna sinn ansi austarlega, benti beint á Vatnajökul á Íslandskortinu og spurði mig hvaða veitingastaðir þarna væru með besta brunchið. Ein spurði mig hvenær á kvöldin væri slökkt á Skógafossi. Ég þagði bara og reyndi að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug, en svo fór heilinn af stað hjá henni og hún fattaði hvað það var mögnuð spurning.“

„En heimskulegasta sem túristar gera (heilt yfir) er að reyna að ná selfie myndum á einhverjum brjáluðum stöðum (grunar að á Íslandi sé Reynisfjaran mesta áhættusvæðið í því) þar sem fólk hrynur oft niður og deyr – bara til að ná þessari selfie mynd (sem hefði hvort eð er verið hægt að taka mun fjær brúninni bara frá öðru sjónarhorni til að láta það líta hættulegra út.“

„Vann sem hvalaskoðunar Guide á Húsavík. Lenti allt of oft í því að vera í miðjum Skjálfandaflóa og fólk bendir á Kinnafjöllin og spyr hvort þetta sé Grænland, en það besta var þegar einhver Kani benti á þau og spurði hvort fjöllin þarna væru Alaska.

Sat einu sinni í miðasölunni þegar par spurði hvort ferðinni yrði frestað því það væri rigning, því hvalirnir myndu örugglega ekki koma upp á yfirborðið. Ég benti þeim á að þeim væri nokkuð sama þó það væri rigning því þeir væru nú þegar blautir.“

Þetta eru okkar þrjár uppáhalds:

„Var eitt sinn kona sem spurði mig hvar hún gæti fundið Rúrik Gíslason. Varð mjög vonsvikin þegar ég sagðist ekki vita það.“

„Kona sem spurði mig í sumar hvort að lunda bangsarnir sem eru seldir allstaðar væru búnir til úr alvöru lundum. Ég vinn sem lunda ferðar leiðsögumaður.“

„Bandarískur gestur á hostelinu mínu gleymdi kóðanum á öryggis hólfinu sínu og í stað þess að hringja í móttöku hringdi hann í Bandaríska sendiráðið sem hringdi svo í okkur og bað okkur um að opna hólfið fyrir hann…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð