fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Greta Salóme færir Grindvíkingum jólin og býður á aðra tónleika – „Fundum hvað þörfin er mikil“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 15:34

Greta Salóme Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Greta Salóme heldur árlega jólatónleika sína í Hlégarði 15. desember kl. 20. Með henni koma fram söngvararnir og leikararnir  Björgvin Franz Gíslason og Júlí Heiðar Halldórsson.

Hljómsveit tónleikanna skipa þeir Gunnar Hilmarsson, Óskar Þormarsson og Leifur Gunnarsson. Með Gretu Salóme koma fram söngkonurnar Unnur Birna Björnsdóttir og Lilja Björk Runólfsdóttir. Einnig kemur fram Barnakór Lágafellskirkju undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.

Greta Salóme segir í samtali við DV að miðasalan hafi farið hratt af stað og ákvað hún að setja á instagram hjá sér að Grindvíkingar gætu haft samband við hana ef þeir vildu fá ókeypis miða. 

„Ég bjóst alls ekki við þessum svakalegu viðbrögðum. En instagrammið mitt gjörsamlega sprakk. Þá kviknaði hugmyndin að taka þetta bara alla leið og fá fólkið mitt með mér í lið að halda bara sértónleika fyrir Grindvíkinga þar sem þeir gætu komið með fjölskylduna sína og átt notalega jólastund. Það voru allir svo ótrúlega til í að gefa vinnuna sína og algjör einhugur um að gera þetta. Það eru margir sem koma að þessum tónleikum og fólk er mikið bókað á þessum tíma,“ segir Greta Salóme, sem segir tónleikana hafa verið 17. desember kl. 17.

„Hlégarður er líka með okkur í liði og þeir gefa húsnæðið og eru að skaffa kakó og kaffi í hléi. Algjörir meistarar! Svo er midix.is að sjá um miðapantanir og þeir gefa vinnuna sína líka. Það eru bara allir að leggjast á eitt.“

Aðspurð um hvort hún þekki eitthvað til í Grindavík eða eigi ættingja þar eða vini, svarar hú neitandi. En hvernig tóku bæjarbúar í tónleikana?

„Viðtökurnar voru alveg sturlaðar. Það fylltist bara á augabragði og við fundum hvað þörfin er mikil. Fólk er jafnvel að sjá fram á að vita ekki hvar það mun halda jólin sín og jafnvel óöruggt með atvinnu og framtíð og það er bara hrikalegt að vita af fólki í þessari stöðu,“ segir Greta Salóme. 

„Miðarnir kláruðust strax og ég er ekki búin að ná að opna nema brot af skilaboðum sem ég fékk frá fólki sem var sárt að hafa ekki náð miðum. Þetta gerðist svo svakalega hratt að það var engin leið að  bregðast við neinu. Við ákváðum þess vegna að bæta við auka aukatónleikum fyrir Grindvíkinga. Þeir verða sama dag og hinir, 17.desember kl. 20 í Hlégarði. 

Miðasala hefst á morgun, fimmtudag kl. 12, hér. 

“ Já ég er svo svakalega mikið jólabarn. Ég hlakka til jólanna allt árið en þessi árstími er alveg minn uppáhalds,“ svarar Greta Salóme aðspurð um hvort hún sé jólabarn.

Og hvað er það besta við jólin? „Það er auðvitað bara samveran með fólkinu mínu. Strákurinn okkar er að verða eins árs núna þannig að það verður svo dýrmætt að sjá hann upplifa jólin með okkur. Í fyrra var maður smá í fæðingarmóki þar sem hann fæddist vel fyrir tímann og við vorum að átta okkur á tilverunni með ungbarn síðustu jól. Þessi jól verða því ótrúlega dýrmæt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir