fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fókus

„Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt fólk segja að það hafi aðeins ætlað að fá sér eina kökusneið en hafi síðan borðað ógeðslega mikið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 11:59

Margrét Edda Gnarr. DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan og einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr glímdi við átröskun í mörg ár. Hún náði loksins bata fyrir rúmlega fimm árum síðan og lýsir ferlinu í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Horfðu á allan þáttinn hér.

Margrét Edda Gnarr var um árabil einn fremsti atvinnumaður okkar Íslendinga í bikinífitness og sankaði að sér titlum, bæði hérlendis og erlendis. Hún lagði skóna á hilluna árið 2018 til að sigrast á átröskun, sem hún hafði glímt við í einhvers konar formi frá fimmtán ára aldri. Á svipuðum tíma leitaði hún sér einnig aðstoðar vegna áfengisvanda og hefur nú verið edrú í fimm og hálft ár.

Sjá einnig: „Ég hugsaði: Hvað er ég að gera? Ég er að drepa mig fyrir plastbikar“

Margrét Edda Gnarr er gestur vikunnar í Fókus.

„Þetta var fyrst mjög erfitt og ég ákvað að þiggja alla hjálp sem var í boði. Ég fór líka að lesa mikið um átraskanir og horfa á mikið af YouTube-myndböndum um bataferli […] Það sem ég óttaðist mest, og það sem margir sem kljást við átraskanir óttast, var að þyngjast. Og þetta stjórnleysi,“ segir hún.

„Ég hef unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt fólk segja að það hafi aðeins ætlað að fá sér eina kökusneið en hafi síðan borðað ógeðslega mikið. Það skilur  ekki hvað kom yfir það, en ég trúi því að þetta sé líkaminn að reyna að halda manni á lífi því hann heldur að það sé eitthvað svelt í gangi og það sé ekki til matur. Þetta stjórnleysi er líkaminn að reyna að bæta á mann líkamsfitu þannig ef það skyldi aftur koma sveltástand þá er hann með birgðir fyrir það. Mér fannst fallegt að hugsa þetta þannig, því ég var alltaf að berjast á móti líkamanum mínum en hann var bara að reyna að halda mér á lífi.“

Hún segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, þú getur horft á hann í heild sinni hér, eða hlustað á Spotify.

Fylgstu með Margréti á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps
Fókus
Í gær

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærasta Jennifer líður eins og þriðja hjólinu – Setur úrslitakosti eftir að Ben Affleck fór yfir strikið

Kærasta Jennifer líður eins og þriðja hjólinu – Setur úrslitakosti eftir að Ben Affleck fór yfir strikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig í fyrsta skipti um ástarsambandið sem hefur verið á allra vörum

Opnar sig í fyrsta skipti um ástarsambandið sem hefur verið á allra vörum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“
Hide picture