fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Segir skort á ADHD-lyfjum færa hana aftur til unglingsáranna – ,,Þegiðu helvítis niðurbrotsskrímslið þitt“

Fókus
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 22:00

Írís Hólm Jónsdóttir. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Hólm Jónsdóttir söngkona, leikkona og förðunarfræðingur birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar greinir Íris frá því að undanfarna daga hafi hún ekki getað fengið lyf við ADHD sem hún þurfi nauðsynlega á að halda. Líðan hennar hafi versnað og henni sé farið að líða eins og á unglingsárunum áður en hún var greind með ADHD og fékk rétt lyf.

Í upphafi færslunnar, sem hún veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um, segir Íris frá því hvernig líðan hennar var í dag:

„Í morgun mætti ég í skólann og í fyrsta sinn í langan tíma voru skrefin inn í tíma þung. Ég fann litla gleði, það var enginn hvati og batteríið tómt.

Fyrsti tími dagsins; stærðfræði.

Mér er búið að ganga vel í stærðfræði. Fengið 9 og 10 í einkunnir. Ég átti að taka könnun í dag en gat ekki hugsað mér það. Efinn kom og ég bað um að fá að nýta fyrri tímann í að reikna nokkur dæmi aftur þar sem ég teldi mig ekki reiðubúna í könnunina. Ég mætti skilningi, opnaði bókina og byrjaði á að lesa fyrsta dæmið. Ég skildi ekkert. Ég náði ekki utan um neitt. Ég var samt að lesa sama dæmi og ég leysti auðveldlega viku fyrr. Og þá gerðist það;

,,Sjitt Íris. Hvernig gat þér dottið í hug að þú gætir orðið góð í stærðfræði“.

Helvítis djöfull, ert þú sestur á öxlina? Djöfull taugaþroskaröskunnar og dópamínskorts.

Nei, þú færð ekki að vinna.

,,Ekki einu sinni reyna þetta. Farðu bara á klósettið, sittu þar og leyfðu tímanum að líða.“

Þegiðu helvítis niðurbrotsskrímslið þitt!“

Því næst tók við tími í bókfærslu. Íris segir í færslunni að henni hefði áður fundist bókfærsla skemmtilegt fag en að sú taugaröskun sem felist í ADHD hafi dregið verulega úr ánægjunni:

„,,Af hverju er ég að læra fokking bókfærslu?! Ég ætla ekki að læra neitt tengt því eftir þetta nám!“

Nei nei nei! Nú hættir þú! Þessi Íris er ekki lengur við stjórn.

,,Af hverju ertu svona þreytt? Jááá af því þú sofnaðir svo seint. Vegna þess að þú hefur enga stjórn á lífinu. Af því það heppnast aldrei neitt hjá þér!“

Æji… hættu nú. Annars fer ég að gráta. Ég er alveg að fara að gráta.

,,Sko! Viðkvæm. Ekkert úthald. Aumingi!““

Eins og að fá gleraugu

Íris segir í færslunni að hún hafi verið lyfjalaus í 5 daga og þess vegna sé henni farið að líða eins og þegar hún var unglingur en hún sé þó ekki búin að missa vonina:

„Ég er á degi 5 af lyfjaleysi og núna finn ég það. Núna er ég orðin 16 ára á ný. Núna er ég að missa tökin. Núna er ég að smátt og smátt að missa trúna á sjálfri mér. Núna langar mig að hverfa. Gefast upp. Hætta. En útaf minni endurhæfingu síðustu ár veit ég betur. En það eru ekki allir þar.

Íris segir að lokum að það sé alls ekki gott fyrir neinn sem sé settur á lyf við ADHD, sem geti breytt öllu, að þurfa skyndilega að hætta að nota þau. Að fá rétt lyf sé eins og að fá gleraugu eftir margra ára sjóndepru.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“