fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Sagði Brad Pitt fyrirlitlegan föður og fyrsta flokks skíthæl

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 12:00

Kolie ásamt Pax. Og Pitt árið 2014 með sonunum Pax og Shiloh,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pax Jolie-Pitt, sonur fyrrum hjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, lýsir Pitt sem fyrsta flokks skíthæl í færslu sem hann birti á Instagram á feðradeginum eftir að Pitt hlaut Óskarsverðlaun árið 2020 sem besti aukaleikarinn fyrir Once Upon A Time In Hollywood.

Pax Jolie-Pitt var þá 16 ára gamall, en fjórum árum fyrr var Pitt sagður hafa beitt þá eiginkonu sína, Jolie og tvö af sex börnum þeirra, ofbeldi um borð í einkaþotu þeirra.

„Gleðilegan feðradag til þessa fyrsta flokks skíthæls!! Þú sannar aftur og aftur að þú ert hræðileg og fyrirlitleg manneskja,“ byrjuðu skilaboðin, sem DailyMail birti fyrst í gær.

„Þú hefur enga tillitssemi eða samúð með fjórum yngstu börnunum þínum sem nötra af ótta þegar þau eru í návist þinni,“ sagði Pax, sem nú er 19 ára, og vísaði til systkina sinna, Zahara, 18 ára, Shiloh, 17 ára, og tvíburanna Vivienne og Knox, 15 ára. Elsta systkinið Maddox er síðan 22 ára.

Pax Jolie-Pitt, sem er háskólanemi, skrifaði skilaboð sín yfir mynd af Pitt þegar hann tók við Óskarsverðlaunum og sagði að Pitt myndi aldrei átta sig á skaðanu sem hann hefði valdið fjölskyldu þeirra af því hann væri ófær um það.

„Þú hefur gert líf þeirra nánustu að stöðugu helvíti. Þú mátt segja sjálfum þér og heiminum hvað sem þú vilt, en sannleikurinn mun koma í ljós einhvern tíma. Ttil hamingju með feðradaginn, helvítis ógurlega manneskjan þín!!!“

Pitt, sem er orðinn 59 ára, hefur ekki verið myndaður með neinu barna sinna síðan árið 2016 Jolie sótti um skilnað í kjölfar flugferðarinnar fyrrgreindu. FBI rannsakaði Pitt vegna meints barnaníðs, en fallið var frá ákæru. Í október 2022 hélt Jolie því fram í dómsskjölum að börn hennar hefðu orðið fyrir „áverka“ vegna meintrar hegðunar fyrrverandi eiginmanns hennar, sem átti sér stað þegar hann var ölvaður. Var Pitt sagður hafakæft eitt barnanna og slegið annað í andlitið, auk þess sem hann hefði gripið um höfuð Jolie og hrist hana. „Á einum tímapunkti hellti hann bjór yfir Jolie og einnig hellti hann bjór og rauðvíni yfir börnin.“

Færsla Pax er tveggja ára gömul, en svo virðist sem fleiri systkinanna hafi afneitað föður þeirra. Zahara kynnti sig í síðustu viku sem Zhara Marley Jolie og felldi þar með niður Pitt eftirnafn sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“