fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

PLAY tekur flugið á TikTok – 2 milljónir hafa horft á dansmyndband áhafnarmeðlima

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY hefur sannarlega slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok með skemmtilegum myndböndum. Hátt í tvær milljónir hafa séð nýjasta myndband flugfélagsins á TikTok þar sem áhöfnin reimar á sig dansskóna fyrir neðan myndavél sem hengd var í loftið. Myndbandið er eitt af mörgum sem félagið hefur sent frá sér á TikTok nýverið sem hefur slegið í gegn hjá notendum miðilsins.

@playairlinesPre-flight rituals♬ 오리지널 사운드 – ⚜️관리하는 남자 권기하⚜️

„Í þessu nýjasta myndbandi erum við að fylgja „The Tape-Trend“ sem hefur verið að njóta mikilla vinsælda upp á síðkastið, og fyrirtæki á borð við Aston Martin, GANNI og fjölda NBA liða hafa tekið þátt í,” segir Anna Júlía Magnúsdóttir samfélagsmiðlasérfræðingur PLAY. Trendið svokallaða gengur út á að líma símann við loftið og dansa undir honum.

Anna Júlía Magnúsdóttir

„Á TikTok trenda ótrúlegustu hlutir og það var frekar fyndið að bera þessa hugmynd upp við áhöfnina. En hún brást vel við henni eins og svo oft áður og gerði þetta alveg svakalega vel.“
Þetta er ekki eina myndbandið sem hefur slegið í gegn hjá flugfélaginu því Anna Júlía hefur náð að plata æðstu stjórnendur félagsins til að taka þátt í markaðssetningu félagsins á TikTok.

Forstjórinn Birgir Jónsson hefur ekki látið sitt eftir liggja eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

@playairlinesThey’re important in their own way🥹♬ original sound – Vanessa Sirias

Og þá tók Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs PLAY, það á sig að bregða sér í gervi Tube-girl með eftirminnilegum hætti.

@playairlines He ate tbh😮‍💨 #tubegirl ♬ original sound – habz.fx


Mörg fyrirtæki hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að TikTok þegar kemur að markaðssetningu og segir Anna Júlía það sérlega mikilvægt til að ná til yngri hópa. „Þetta er sá miðill sem er í hraðasta vextinum og skiptir miklu máli að ná góðri fótfestu þar.”

En TikTok er ekki bara vettvangur fyrir dans og glens heldur nýtir flugfélagið þennan vinsæla miðil til að koma upplýsingum á framfæri. Það hefur til að mynda reynst sérlega mikilvægt síðustu vikur til að miðla réttum upplýsingum um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga.

@playairlinesState of emergency in Iceland🌋👀 To support residents of Grindavík in these hard times, having to leave their home, please visit raudikrossinn.is♬ original sound – PLAY airlines

„Við höfum séð erlenda TikTok notendur taka ansi stórt til orða um þetta ástand, að Ísland muni jafnvel þurrkast út af kortinu. Það er nauðsynlegt að stemma stigu við slíkri upplýsingaóreiðu því TikTok ásamt öðrum samfélagsmiðlum er sá vettvangur þar sem fólk fær mestar upplýsingar, og því skiptir afar miklu máli að þær séu réttar og endurspegli stöðuna eins og hún er,“ segir Anna Júlía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“