fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Ódýrara fyrir Láru að fá sekt en borga í stöðumæli – „Hvort mynduð þið gera í mínum sporum?“

Fókus
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 13:00

Lára Ómarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Lára Zulima Ómarsdóttir flutti á dögunum í miðbæ Reykjavíkur og rak sig strax á vandamál sem íbúar þar glíma við, blessaða stöðumælana. Reykjavíkurborg hefur verið að lengja tíma gjaldskyldunnar og nú er svo komið að rukkað er í stæðin 12 klukkustundir á virkum dögum, frá 9 til 21, og 11 klukkustundir um helgar, frá 10 til 21. Í færslu á Facebook-síðu sinni sLára sótti um íbúakort, sem kostar 2.700 krónur á mánuði, til þess að lækka kostnaðinn en biðtíminn eftir slíku korti eru allt að 10 virkir dagar og nú stendur hún frammi fyrir því að borga 600 krónur á klukkustund í svæði P1 fyrir framan heimili sitt eða taka ódýrari kostinn og fá einfaldlega sekt.

„Ég vinn að mestu heiman frá mér þannig að þessir dagar gætu kostað mig rúmar 82.000 krónur! Fyrir að bíða eftir kortinu! – Stöðumælasektin er hins vegar 4.500 kr og það er því ódýrara að sleppa því að greiða og fá sekt. Skrýtið. Nú spyr ég, hvort mynduð þið gera í mínum sporum a) greiða 7.200 kr á dag eða b) taka sektina?“ spyr fjölmiðlakonan og bendir á að sé greitt innan ákveðins frests sé sektin enn lægri eða 3.400 krónur.

Talsverðar umræður myndast við færslu Láru en þar er henni bent á þann nöturlega veruleika að möguleiki sé á því að fá fleiri en eina stöðumælasekt á hverjum degi, jafnvel á tveggja klukkustunda fresti. Er Láru því meðal annars ráðlagt að leggja lengra frá heimili sínu.

Hér má sjá færslu Láru

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa