fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Spyr hvort hann sé fáviti – Sagði eiginkonunni að rífa sig upp af rassgatinu og hjálpa með börnin

Fókus
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 12:37

Stjórnendur hlaðvarpsins vinsæla A Podcast Will Save This Relationship fjölluðu um málið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitaði ráða hjá netverjum um hvort hann hafi haft rétt eða rangt fyrir sér í rifrildi við eiginkonuna. Hann deildi sögu sinni á vinsælu spjallborði Reddit, Am I the Asshole, og spurði lesendur: Er ég fávitinn?

Yfirgnæfandi meirihluti netverja svöruðu játandi, hann væri það svo sannarlega. En við leyfum ykkur að dæma fyrir ykkur sjálf.

„Ég og eiginkona mín, Lisa, erum bæði á fertugsaldri og eigum þrjú börn undir fimm ára. Ég er í fullri vinnu og Lisa er heimavinnandi húsmóðir og selur skartgripi á netinu.

Fyrir einhverju síðan fékk ég ágætis bónus í vinnunni og eftir að hafa talað saman var ákveðið að ég myndi nota bónusinn fyrir mig sjálfan og ég fór einn í tveggja vikna frí til Havaí. Lisa var ein heima með börnin þrjú þessar tvær vikur á meðan ég var í burtu.

Þegar ég kom aftur heim var Lisa uppgefin og ég samþykkti að ég myndi sjá um börnin seinnipart laugardags svo hún gæti slappað af. En frændi minn bauð okkur í grill þennan dag. Hann er einn af bestu vinum mínum og ég vissi að fleiri æskuvinir myndu verða þar. Lisa var ekki spennt fyrir því að fara en ég sagði að öllum myndi þykja gaman að sjá hana og börnin og ég sagðist einnig ætla að sjá um börnin í veislunni þannig hún gæti slakað á og fengið sér drykk eða tvo.

Börnin voru stjórnlaus í grillveislunni, grátandi, öskrandi og að rífast, þau hlustuðu ekki á mig. Það var ómögulegt að halda uppi samræðum við fólk og spjalla við frænda minn eða gamla vini. Ég fór margsinnis til Lisu og bað hana um að hjálpa mér með börnin, hún neitaði í hvert skipti og sagði að ég hafði samþykkt að sjá um þau þennan seinnipart og þetta væri hennar tími til að slappa af.

Eftir klukkutíma geðveiki endaði ég með að öskra yfir allan bakgarðinn: „Geturðu svona einu sinni rifið þig upp af rassgatinu og hjálpað mér með börnin okkar? Ég er bara að biðja þig um þetta einu sinni.“

Lisa gekk rösklega til mín og byrjaði að rífast við mig og sagði að ég væri að svíkja loforð mitt um að hún fengi að slaka á og að hana langaði ekki að vera þarna og að ég hafi neytt hana til að fara.

Ég reyndi að útskýra fyrir henni að ég hitti þetta fólk sjaldan og bað hana um að vera ekki með læti. En því miður heyrðu nokkrir gestir í okkur og byrjuðu að skammast í Lisu og kalla hana „lata mömmu.“

Lisa fór að gráta og sagði þessu fólki að fara til fjandans, sagði mér að fara til fjandans og fór. Hún kom nokkrum klukkutímum seinna til að sækja mig og börnin.

Við ræddum málin seinna um kvöldið og ég reyndi að segja henni að þetta hafi verið erfiður dagur fyrir krakkana og mig hafi vantað hjálp í smástund svo ég gæti klárað nokkur samtöl og svo hefði ég tekið krakkana aftur.

Hún sagði að það væri ekki sanngjarnt, hún var með krakkana í tvær vikur á meðan ég var í Havaí. Hún sagði einnig að það hafi ekki verið það sem hafi sært hana mest, heldur hvað ég hafi öskrað svo allir heyrðu í grillveislunni og hvernig ég hafi orðað það, og hvernig ég leyfði fólki að segja ljóta hluti um hana án þess að koma henni til varnar.“

Að lokum spurði hann: „Er ég fávitinn?“

Það er óhætt að segja að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem lásu færsluna á Reddit voru sammála um að maðurinn væri fáviti. Yfir 3700 athugasemdir voru skrifaðar við færsluna, sem nú hefur verið eytt.

@apwstr AITA: Asked Wife To Help With Kids #podcast #reddit #redditstories #redditreadings #reddit_tiktok #apwstr #fyp #storytime #aita ♬ original sound – APWSTR Productions

Hlaðvarpsþátturinn A Podcast Will Save This Relationship fjallaði um málið og er þar sama sagan, áhorfendum þótti höfundur Reddit-færslunnar vera algjör fáviti.

„Hann á eftir að vera svo hissa þegar hún biður um skilnað eftir ár,“ sagði einn netverji.

„Hún mun fá meiri hvíld sem einstæð móðir,“ sagði annar.

„„Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún fór frá mér,“ mun hann segja eftir ár,“ sagði ein.

„Hann var fáviti um leið og hann ákvað að fara í tveggja vikna frí án hennar,“ sagði önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu