fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Ég hugsaði: „Hvað er ég að gera? Ég er að drepa mig fyrir plastbikar““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. nóvember 2023 20:59

Margrét Gnarr var með lífshættulegan kalíumskort og hjartsláttatruflanir þegar hún var sem veikust af átröskun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan og einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Í brotinu hér að ofan segir hún frá baráttu sinni við átröskun, en hún hefur glímt við þrjár mismunandi tegundir af átröskun á lífsleiðinni; lystarstol, lotugræðgi og þá þriðju sem er minna þekkt, orthorexiu.

Horfðu á allan þáttinn hér.

Margrét varð fyrir einelti nær alla grunnskólagönguna sem versnaði eftir að hún þyngdist á kynþroskaskeiðinu. Þegar hún var fimmtán ára gömul byrjaði hún að æfa taekwondo af krafti og léttist í kjölfarið. Skyndilega fóru samnemendur hennar að sýna henni áhuga, vinsælu stúlkurnar byrjuðu að tala við hana og jafnvel bjóða henni í partý. Þær vildu ólmar vita hvaða megrunarkúr hún hafði verið á og þá fóru hjólin að snúast í höfði Margrétar um hvað hún gæti gert til að falla betur inn í hópinn. Hún áttaði sig á því að með því að borða minna þá myndi hún grennast og þar með eignast vini. Það var upphafið að fjórtán ára baráttu hennar við átröskun.

Árið 2011, áður en hún byrjaði í bikinífitness.

„Ég var með þráhyggju fyrir því að borða eins lítið og mögulegt var. Ég þróaði með mér lystarstol (e. anorexia). Ég var orðin svo hrædd við mat. Einhvern tíma gaf mamma mér hrökkbrauð þegar ég var að fara á æfingu og bað mig um að taka allavega einn bita. Ég tók einn bita en alla leiðina á æfinguna var ég með svo mikinn móral að hafa fengið mér þennan eina bita og hugsaði: „Hvað ef ég fitna og allir verða aftur leiðinlegir við mig?““

Margrét árið 2011 þegar hún var veik af lystarstoli.
Margrét árið 2011 þegar hún var veik af lystarstoli.

Byrjaði í bikinífitness

Margrét varð mjög veik af lystarstoli allt til 22 ára aldurs. Hún byrjaði þá að æfa bikinífitness til að ná bata frá lystarstoli, sem tókst. Hins vegar þróaði hún með sér aðra átröskun, orthorexiu.

„Í fitnessinu varð ég að borða til að bæta á mig vöðvamassa,“ segir hún og bætir við að á þeim tíma hafi staðallinn fyrir bikinífitness, eða módel fitness eins og þetta var kallað á Íslandi, verið allt annar en í dag.

„Þar sem dómararnir vildu var svona íþróttamannslegt og kvenlegt útlit, ekki of mikil vöðvaskil eða skurður, alls ekki of lágar í fituprósentu. Og mér fannst það vera fullkomið fyrir mig,“ segir hún.

„Svo þegar ég var búin að keppa í einhver þrjú ár fór ég að taka eftir því að standardinn í þessum flokki var alltaf að breytast. Stelpurnar voru  byrjaðar að vera massaðri og skornari, lægri í fituprósentu.“

Margrét daginn fyrir síðasta mótið hennar í bikinífitness.

Þróaði með sér aðra átröskun

„Þá fór ég alltaf í meiri og meiri öfga að til að fitta í þetta form og þróaði með mér aðra átröskun sem heitir orthorexia. Hún virkar þannig að maður er ekki að „svelta“ sig en ég var með allar tölur gjörsamlega á heilanum. Ég skráði allt í MyFitnessPal, ég fór ekki yfir vissar hitaeiningar, ég var mikið að skoða macros, mikið að pæla í tíma sem fer í brennslu og fer í lyftingar, hvað ég tók mörg skref á dag og ég mátti ekki fara út fyrir þessar tölur,“ segir hún.

„Svo fékk líkaminn nóg […] hann fór í algjört „survival mode“ og var alltaf að kalla á mat. Mér fannst alltaf eins og ég væri alveg að missa stjórnina. […] Þá fór ég að þróa með mér lotugræðgi (e. bulimia). Þetta var algjört stjórnleysi og mér leið stundum eins og ég færi út úr líkamanum mínum og var að horfa á mig í þessu stjórnleysi,“ segir hún og bætir við þessu hafi fylgt mikil skömm.

„Svo hugsaði ég eftir síðasta mótið mitt: „Hvað er ég að gera? Ég er að drepa mig fyrir plastbikar.“ Þó það sé geggjuð tilfinning að sigra mót, þá var þetta ekki heilbrigt og mér leið ekki eins og fyrirmynd. Og ég upplifði mig ekki sem fyrirmynd, að borða allt of lítið og hreyfa mig allt of mikið.“

Hún hefur náð ótrúlegum bata og er í dag heilsuhraust tveggja barna móðir.

Til þess að ná bata þurfti Margrét að hætta í bikinífitness en hún hafði reynt – án árangurs – að ná bata á meðan hún var enn að keppa. Hún var þá komin með lífshættulegan kalíumskort og hjartsláttatruflanir. Hún hefur nú verið í bata í rúmlega fimm ár og líður vel.

Hún segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, þú getur horft á hann í heild sinni hér, eða hlustað á Spotify.

Fylgstu með Margréti á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture