Starf hans kemur örugglega mörgum á óvart. „Ég lít ekki út fyrir að vinna þar sem ég vinn,“ segir hann í Fókus, spjallþætti DV.
Júlí Heiðar vinnur í banka og segir að það hafi verið röð tilviljunarkenndra atvika sem varð til þess að hann byrjaði að vinna þar. Þetta byrjaði allt á því að sonur hans svaf of mikið og Júlí leiddist.
Hann vinnur nú í markaðsdeild Arion banka og sér um viðburðastjórnun. Júlí Heiðar fer yfir atburðina sem leiddu hann á þann stað sem hann er í dag í spilaranum hér að ofan.
Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér eða hlustað á hann á Spotify.