fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Hrottalegar lýsingar fyrrverandi kærustu P.Diddy í grafalvarlegri stefnu – Gerði líf hennar að helvíti í tæpan áratug

Fókus
Föstudaginn 17. nóvember 2023 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Sean „P.Diddy“ Combs, hefur verið borinn þungum sökum af fyrrum ástkonu sinni, Cssandra „Cassie“ Ventura. Ásakanirnar koma fram í stefnu sem hún hefur lagt fram fyrir dómstólum þar sem hún greinir frá því hvernig Diddy gerði líf hennar að helvíti í þann tæpa áratug sem þau voru saman.

Parið sleit samvistum árið 2018 en Cassie segir að fyrst núna hafi hún fundið styrkinn til að rjúfa þögnina og leita réttar síns. Það sem ýtti við henni var fyrirhugað brottfall lagaheimildar sem gerir þolendum heimilis- og kynferðisofbeldis kleift að höfða mál gegn gerendum sínum þrátt fyrir að brotin gegn þeim séu fyrnd.

„Eftir heilu árin í þögn og myrkri er ég loksins til búin að segja söguna mína og stíga fram fyrir sjálfa mig og fyrir aðrar konur sem horfast í augu við ofbeldi og misnotkun í ástarsamböndum.“

Aðeins 19 ára þegar þetta byrjaði

Lýsingar Cassie af sambandi sínu við Diddy eru sláandi en í stefnu rekur hún hvernig þau kynntust og hvernig hún upplifði sig í kjölfarið fasta í því sem virtist órjúfanlegur vítahringur ofbeldis.

Árið var 2005 þegar þau hittust fyrst. Cassie var aðeins 19 ára gömul og dreymdi um að verða fræg söngkona. Diddy var þá að nálgast fertugt en lofaði ungu söngkonunni að taka hana undir sinn væng og koma henni á framfæri. Hún gerði samning við útgáfufélag hans og til að byrja með kom Diddy fram sem eins konar föðurímynd í lífi hennar. Sem slík ímynd gerði hann henni ljóst að það væri best að fara að ráðum hans í öllu og fljótlega var hann kominn með fingurna í alla þætti lífs hennar. Ekki leið svo á löngu áður en hann fór á fjörurnar við hana.

Henni var orðið ljóst árið 2007 að það borgaði sig ekki að segja nei við Diddy svo hún samþykkti að byrja með honum. Ákvörðun sem hún átti svo eftir að dauðsjá eftir. Diddy taldi best að hafa hemil á Cassie með því að þvinga hana til að ánetjast áfengi og fíkniefnum. Ef hún fór ekki að vilja hans í einu og öllu tók hann brjálæðisköst þar sem hann lagði á hana hendur. Þar sem Diddy vildi passa upp á ímynd sína lokaði hann Cassie inni á hótelherbergjum eftir ofbeldið þar til að hætti að sjá á henni. Hún nefnir sérstaklega eitt atvik árið 2009 þar sem hann meðal annað traðkaði á andlitinu hennar svo hún gat ekki farið út í heila viku.

Þvingaði hana til að sofa hjá vændismönnum

Ofbeldið var svo alvarlegt og ítrekað að Cassie varð loks ónæm fyrir því. Hún varð eins og viljalaus dúkka í höndum Diddy og gerði allt sem hann vildi til að koma í veg fyrir barsmíðarnar. En líkamlegt ofbeldi var ekki allt. Hann lagði hana í kynlífsánauð, gerði henni að koma þeim í samband við karlkyns kynlífsverkamenn sem hittu parið á hótelum eða eignum í eigu Diddy fyrir svokölluð „Freak offs“. Þessi kvöld innihéldu mikið af fíkniefnum og þurfti Cassie að hafa samfarir við kynlífsverkamennina á meðan Diddy fylgdist með, svalaði eigin fýsnum, og myndaði þetta allt saman. Cassie reyndi að eyða upptökunum í kjölfarið, en Diddy átti afrit og átti til að neyða Cassie til að horfa. Hún lýsir því í stefnu að fyrir þessi kvöld hafi hún gjarnan kastað upp af kvíða í aðdragandanum og svo tekið inn öll þau fíkniefni sem Diddy bar í hana til að ná að aftengjast því sem væri að fara að eiga sér stað.

Hann hefi gert hvað hann gat til að minna hana á yfirburðastöðu sína. Meðal annars hafi hann látið hana geyma byssu sína í veski sínu svo hún gleymdi því aldrei hversu hættulegur hann er. Eftir ofbeldið lét hann svo rigna yfir hana gjöfum og hóli, af ofbeldismanna sið.

Hún reyndi ítrekað að fara frá honum, en hann sendi þá handlangara sína á eftir henni sem beittu hana hótunum þar til hún sneri aftur. Hún greinir frá því að árið 2011 hafi hún átt í stuttu ástarsambandi við annan rappara, Kid Cudi. Þegar Diddy komst að því gekk hann í skrokk á henni og hótaði henni því svo að sprengja bíl Cudi upp. Skömmu síðar sprakk bifreið Cudi fyrir utan heimili hans, en hann staðfestir í samtali við New York Times að þessi frásögn Cassie sé sönn.

Eitt atvik hafi átt sér stað á hóteli í Los Angeles, og hafi það náðst á upptöku eftirlitsmyndavéla. Diddy hafi mútað hótelinu til að fá upptökuna afhenta. Hann hafi verið valdamikill og reglulega minnt á það. Því þorði Cassie ekki að leita til lögreglu, en líklega myndi það ekki bera árangur heldur leiða til frekara ofbeldis.

Sambandinu lauk með nauðgun

Árið 2018 hafi Cassie farið frá Diddy og ætlaði endanlega að slíta sambandinu. Hún hafi hitt hann á veitingastað þar sem hún greindi honum frá ákvörðun sinni. Í kjölfarið braust hann inn á heimili hennar og nauðgaði henni þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann að hætta og reynt að ýta honum af sér.

„Ventura er nú alfarið sloppin undan áhrifum Combs, en skaðinn af ofbeldinu sem hún varð fyrir í næstum áratug, mun hún þurfa að verja öllu lífinu að takast á við. Hún hefur þurft að leita sér mikillar læknis- og sálfræðihjálpar til að takast á við þau áföll sem hún hefur upplifað,“ segir lögmaður Cassie, Douglas Wigdor. „Engin manneskja ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem Ventura hefur þurft að þola. Það að henni hafi tekist að stíga fram til að leita réttar síns, eftir allt ofbeldið sem hún varð fyrir, og að hún ætli að draga þann seka til saka ásamt þeim sem leyfðu þessu að gerast, er vitnisburður um styrk hennar og þrautseigju. Það er okkur heiður að gæta hagsmuna þessa hugrakka þolanda í baráttu hennar fyrir réttlæti.“

Þvertekur fyrir ásakanirnar

Eftir að fregnir bárust af stefnu Cassie hefur lögmaður Diddy sent út yfirlýsingu fyrir hönd rapparans. Þar er ásökunum Cassie vísað á bug og hún sökuð um tilraun til fjárkúgunar.

„Combs þvertekur fyrir þessar yfirgengilegu og glórulausu ásakanir. Ventura reyndi að krefja hann um rúmlega 4 milljarða, en annars ætlaði hún að skrifa bók um samband þeirra sem myndi gera út af við orðspor hans. Þessum kröfum var hafnað þar sem um beina tilraun til fjárkúgunar var að ræða. Þrátt fyrir að Cassie hafi ekki gert alvöru úr þessum hótunum sínum hefur hún nú gripið á það að leggja fram stefnu sem er stútfull af helberum og yfirgengilegum lygum. Allt þetta til að skaða orðspor Combs og reyna að verða sér úti um skjótfengan gróða.“

Lögmaður Cassie hefur brugðist við yfirlýsingunni þar sem hann segir rapparann stunda nokkra sögufölsun. Hið rétta sé að Diddy hafi boðið sinni fyrrverandi greiðslu upp á rúmlega milljarð til að þagga niður í henni og koma í veg fyrir stefnuna. Þessu boði hafi Cassie hafnað því hún ætli sér að gefa öllum þeim konum sem kveljast í þögninni rödd. Frekar ætti fólk að fagna Cassie fyrir hugrekkið en hún ætli ekki að láta þagga niður í sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“