fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hafa handritshöfundar Simpsons þáttanna spáð fyrir um framtíðina og birt spár sínar í þáttunum?

Fókus
Föstudaginn 17. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættirnir um Simpsons fjölskylduna eru einhverjir farsælustu þættir allra tíma og lang lífseigustu þættirnir í sjónvarpinu í dag. Þessi gula og seinheppna vísitölufjölskylda, ásamt nágrönnum þeirra í bænum Springfield, hafa skemmt áhorfendum með vitleysu sinni og uppátækjum í rúmlega 30 ár. Þættirnir hafa átt hlut í að móta kímnigáfu heilu kynslóðanna og mætti ganga svo langt að segja að þættirnir hafi verið verulegur áhrifavaldur í dægurmenningu okkar allra.

En eins skemmtilegir og sigursælir þættirnir eru þá er til fólk sem trúir því að þættirnir séu ekki einfalt skemmtiefni fyrir alla fjölskylduna, heldur þjóni þeir einhverskonar annarlegum tilgangi. Já þið lásuð það rétt, það er föstudagur og tími kominn fyrir nýjust samsæriskenninguna sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór taka fyrir í hlaðvarpinu Álhatturinn. Þar ræða félagnir og rökræða samsæriskenningar á léttu nótunum. Að þessu sinni er það kenning sem ekki endilega margir hafa heyrt um. Félagarnir skoða nefnilega hvort að Simpson-þættirnir séu í raun meira en afþreying. Gæti verið að gula vísitölufjölskyldan sé eins konar véfrétt?

Þeir félagar rekja að sú kenning gangi í heimi samsæriskenninga að fólkið á bak við þættina stundi það að strá sannleikskornum, eða eins konar spám, inn í þættina. Þetta séu lítil atriði sem vekja ekki endilega mikla athygli, fyrr en eftir þetta verður að raunveruleika. Hörðustu álhattar úti í heimi hafi tekið að sér það óeigingjarna verk að horfa á alla þættina og greindu þar um 1.224 brandara, eða fullyrðingar, sem mætti kalla forspá. En í þættinum rekja félagarnir hvort þessi greining standist skoðun.

@alhatturinn Alhatturinn discusses the #conspiracytheory that #TheSimpsons are knowingly dropping hints about the future in their episodes #conspiracytiktok #rabbithole #homersimpson #crazyramblings #hlaðvarð #samsæri #samsæriskenningar #podcast #podcastclips #interesting #analysis #mysterious #fyp #fypiceland #comedy #comedytvshows #tinfoilhat #crystalball #sjónvarp ♬ original sound – Álhatturinn

„Út um allt á Internetinu má finna greinar og myndbönd um allskonar atburði sem höfundar Simpsons fjölskyldunnar eiga að hafa spáð fyrir um.

Tilkoma snjallúra, hryðjuverkin 11.september, uppgötvun Higgs bóseindarinnar og forsetakjör Donald Trump. Þetta eru einungis örfá dæmi um sögulega viðburði sem samsærissmiðir og Álhattar um víða veröld vilja meina að handritshöfundar þáttanna hafi spáð fyrir um eða í það minnsta haft vitneskju um fyrirfram.

En hvaðan fá höfundar þáttanna þessar upplýsingar og hvaða tilgangi þjóna þessar spár? Tengist þetta mögulega títtnefndum hulduöflum og dulúðlegu valdaklíkunni sem stjórnar heiminum bakvið tjöldin? Eru kannski einhverjar annarlegar og myrkar hvatir þarna að baki og þá hverjar? Hefur þetta jafnvel eitthvað með satanisma að gera?

Hvað var Matt Groening hugmyndafaðir þáttanna að gera um borð í Lolita express flugvél Jeffrey Epstein? Af hverju hefur Danny Elfman höfundur upphafsstefs þáttanna svona mikinn áhuga á barnungum stúlkum? Eru þeir og höfundarnir hluti af myrku hulduöflunum eða fylgja þeir bara fyrirskipunum af ofan í blindni ómeðvitaðir um mögulegar afleiðingar?

Hvað í veröldinni eru forvirkar samfélagsspár og hvernig tengjast þær þessari umræðu?“

Þetta og margt margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum þar sem málsmetandi aðili tekur til máls, en að þessu sinni er það Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“