fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Íslenska orðin ókeypis í LingQ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 09:15

Rökkvi Vésteinsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna frá og með 16.nóvember, Degi íslenskrar tungu, er orðið ókeypis að læra íslensku í LingQ. Notendur geta lært íslensku þar ókeypis með allri vikrni sem forritið býður upp á, en áskrift var áður um 108$ á ári. Eina sem þarf að gera til að byrja að læra er að fara á www.lingq.com, eða hala niður LingQ smáforritinu í snjalltæki – og stofna aðgang.

LingQ er tungumálakennsluforrit sem byggir fyrst og fremst á lestri og hlustun. Það býður upp á sjálfkrafa þýingar á orðum sem smellt er á í textum og að hlusta á framburð þeirra. Það heldur jafnframt utan um hvaða orð notandinn hefur lært og á eftir að læra, býður upp á upprifjanir og fleira. Í LingQ er sívaxandi greinsafn á íslensku með fjölbreyttu efni sem er bæði skrifað og lesið, en notendur geta einnig afritað texta annars staðar frá og sett inn í forritið. Í LingQ er þannig lögð áhersla á að auka skilning gegnum raunverulegt efni, sögur, fréttir, greinar og fleira, frekar en að til dæmis eyða miklum tíma í að læra flóknar málfræðireglur.

LingQ var upphaflega komið á fót af tungumálasnillingnum Steve Kaufmann og í dag er það rekið af honum og syni hans Mark Kaufmann. Það var Íslendingurinn Rökkvi Vésteinsson sem varð til þess að þeir bættu íslensku inn í forritið og gerðu hana loks ókeypis.

Við gerum Rökkva orðið: „Þegar ég var orðinn tvítugur hafði ég verið svo heppinn að hafa fengið að búa í nokkrum löndum og var þegar orðinn reiprennandi á ensku, dönsku, sænsku og þýsku. Ég flutti síðan til Montreal í Kanada þegar ég var 26 ára og bjó þar í ár, en hún er partur af Quebec, sem er frönskumælandi hluti landsins. Þar byrjaði ég aðeins að læra frönsku, en komst ekki mjög langt, því að maður getur auðveldlega sloppið með ensku. Það pirraði mig hinsvegar að hafa byrjað á málinu en aldrei náð að verða talandi og árið 2019 fór ég að skoða hvort ég gæti ekki haldið áfram með frönskuna. Það var þá sem ég rakst á LingQ og það má heldur betur segja að ég hafi sökkt mér ofan í forritið.

Núna fjórum árum seinna er ég búinn að klára efstu stigin í frönsku, hollensku, norsku, spænsku og ítölsku í LingQ, sem þýðir nokkurn veginn að maður sé orðinn fluglæs á málunum. Ég vinn sem leiðsögumaður á Íslandi og hef leiðsagt á öllum málunum sem ég hafði lært þegar ég var ungur, en gegnum skilninginn sem ég fékk á málunum sem ég lærði í LingQ, gat ég notað það sem stökkpall til að leiðsegja síðan á norsku, frönsku og hollensku líka.

LingQ er gríðarlega öflugt og ef maður leggur næga vinnu í það, getur maður náð gríðarlega góðum skilningi á málunum sem maður lærir. Það þarf auðvitað alltaf á endanum að æfa sig í að nota þau, tala og skrifa, en LingQ er besti stökkpallurinn sem ég veit til þess að hoppa ofan í þá djúpu laug án þess að drukkna.

Eftir að sjá hversu öflugt LingQ er og vitandi hversu erfitt það er fyrir útlendinga sem flytja hingað að læra málið, ákvað ég að vinna hörðum höndum að því að koma íslensku inn í forritið og það sem meira er, freista þess að höfða til LingQ að gera málið ókeypis. Það er óneitanlega stór stund að sjá þetta gerast eftir margra ára vinnu og undirbúning. Allir sem búa hérna á Íslandi ættu að vera þeim Mark og Steve hjá LingQ gríðarlega þakklát fyrir að hjálpa okkur á þennan hátt. Fjöldi stofnana, kennara og rithöfunda hefur einnig hjálpað mér með því að leyfa mér að setja efnið þeirra inn Í LingQ og ég hvet eindregið fleiri til að leggja þessu lið.“

Öll tungumál mikilvæg

Steve Kaufmann bendir á að sérhvert tungumál sé mikilvægt. „Sérhvert tungumál á sína sögu, sögu fólksins sem talar málið, sem jafnframt er saga þess hvernig málið þróaðist. Það er fjöldi ástæða fyrir að vilja læra íslensku, persónulegar og menningarlegar, til að búa þar, heimsækja landið, vegna íslenskra vina, eða til að lesa Njálssögu á upprunlega málinu. Ég tel að LingQ geti verið öflugt tæki til að hjálpa fólki að læra íslensku. Það er sönn ánægja að gera hana ókeypis í þeim tilgangi og ég er mjög þakklátur fyrir alla þá vinnu sem Rökkvi er búinn að leggja í að koma íslensku efni í LingQ.“

Rökkvi: „Ég myndi alltaf segja að besta leiðin til að læra mál sé að lifa og þrífast í umhverfi þar sem maður er umkringdur fólki sem vill tala við mann og maður hefur ekkert annað mál úr að velja, en þetta er oft ekki í boði. Ef við Íslendingar viljum læra nýtt mál, getum ekki endilega bara flutt til annars lands þegar okkur sýnist. Fólk sem hinsvegar flytur til Íslands og vill læra málið lendir síðan mikið í því að fólk skipti yfir í ensku, eða leiðrétti það svo mikið að það gefist upp. Vinnuumhverfi fólks sem flytur hingað er heldur ekkert alltaf á ensku. Það getur ennfremur verið erfitt að ætla að brjóta ísinn og spjalla við fólk á máli sem maður kann næstum ekkert í. Þar getur LingQ aftur verið viss stökkpallur sem gefur ákveðinn orðaforða og grunn. Vegna þess að LingQ er alltaf til staðar svo lengi sem maður er nettengdur, geta notendur líka notað það hvenær sem þeir sjálfir hafa tíma.

Þetta er án efa bylting fyrir alla sem vilja læra íslensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar dularfullu skilaboðin sem voru upphafið að óvæntu ástarsambandi

Afhjúpar dularfullu skilaboðin sem voru upphafið að óvæntu ástarsambandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona
Fókus
Fyrir 6 dögum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“