fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Sísí og Biggi orðin hjón – „Hversu ríkur getur einn maður verið?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2023 18:56

Sísí og Biggi Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sísí Ingólfsdóttir listakona og Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, giftu sig á laugardag.

„Laugardagurinn var svolítið mikið skemmtilegur og fullkominn á allan hátt. Og partýið er rétt að byrja. Dásamlegur dagur með börnunum okkar sjö og okkar nánustu. Hversu ríkur getur einn maður verið. Ástin og lífið krakkar,“ segir Biggi í færslu á Facebook.

Bjarni Sæmundsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf parið saman í Fríkirkjunni í Reykjavík

Hlutirnir hafa gerst hratt hjá turtildúfunum. Þau kynntust á síðasta ári og opinberuðu samband sitt á Facebook í byrjun árs og trúlofuðu sig 28. Júní. Einnig hafa þau keypt húsnæði saman í Laugarnesi enda barnmörg hjón og það þarf pláss fyrir alla, Biggi búinn að selja sína fyrrum piparsveinsíbúð í Hafnarfirði sem vakti athygli í Skreytum hús sjónvarpsþættinum og Sísí sína á Snorrabraut.

Sjá einnig: Sísí selur á Snorrabraut – Nýr kafli framundan með Bigga löggu

Sísí á fjögur börn frá fyrra sambandi og stjúpdóttur og Biggi á tvö börn úr fyrra sambandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“