fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Lóa Pind og Jónas í hnapphelduna

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 18:30

Lóa og Jónas kynntust árið 2017 og hafa ferðast mikið. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Lóa Pind Aldísardóttir og verkfræðingurinn Jónas Valdimarsson létu pússa sig saman í gær, laugardaginn 11. nóvember. Athöfnin fór fram í samkomuhúsinu Iðnó við Reykjavíkurtjörn.

Lóa greindi frá því í október árið 2017 í viðtali við tímaritið MAN að hún hefði kynnst Jónasi, sem búsettur var í Danmörku. Eins og svo mörg pör kynntust þau á Tinder.

„Mér fannst það alls ekki auðvelt, fannst það ekki við hæfi að ég væri þarna inni, 47 ára gömul sjónvarpskona,“ sagði Lóa í viðtalinu á sínum tíma. „Ég er gríðarlega skotin í þessum sæta ofvirka gaur þótt það flæki aðeins tilhugalífið að vera búsett hvort í sínu landinu. En endurfundirnir verða þá heitari fyrir vikið.“

Jónas flutti til Íslands og hefur starfað sem sjálfstæður leiðsögumaður í ferðum fyrir bæði Íslendinga og útlendinga. Jónas og Lóa hafa ferðast mikið saman og hún tekið upp sjónvarpsþætti fyrir Stöð 2, svo sem „Hvar er best að búa.“

DV óskar hjónunum innilega til hamingju með ráðahaginn.

Athöfnin fór fram í Iðnó í gær. Mynd/aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone