fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Krafðist þess að fá gluggasætið sitt og hágrætti stúlkubarn – „Var ég í rétti eða fáviti?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 22:54

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða skapaðist á Reddit eftir að 22 ára gömul kona birti færslu þar um níu klukkustunda langt millilandaflug sem hún var í. Konan sagðist hafa pantað gluggasæti þegar hún keypti flugmiðann. Þegar hún var komin um borð í flugvélina og að sinni röð sá hún að í gluggasætinu sat lítið stúlkubarn og faðir barnsins sat í miðsætinu. Konan sagðist vilja fá sætið sem hún hafði pantað sér. Feðginin færðu sig því og fór stúlkan að hágráta yfir því að fá ekki lengur að sitja í gluggasætinu.

„Það var erfitt fyrir mig að yfirgefa fjölskylduna mína í þetta skipti og ég var búin að vera lítil í mér allan daginn. Ég átti pantað gluggasæti í fluginu og ég hlakkaði til þess,“ sagði konan. „Þegar ég kom þangað sat barn í sætinu mínu og pabbi hennar í miðju sætinu. Ég horfði á pabbann og benti á gluggasætið og sagði að ég héldi að þetta væri sætið mitt og bjóst við að hann myndi færa þau. Hann horfði á mig og sagði: „Hún er barn“ og benti á gangsætið og gaf til kynna að ég tæki það.“

Konan sagðist hafa verið pínu ráðvillt og sest í gangsætið. Hún sendi síðan skilaboð til fjölskyldunnar og sagði þeim frá atvikinu. „Pabbi hringdi í mig og sagði mér að krefjast þess að fá mitt sæti því hann borgaði fyrir það og það væri ekki frítt sæti. Ég sagði því föðurnum það og hann sagði dóttur sinni að hún þyrfti að færa sig. Hún fór að gráta og mér leið hræðilega en pabbi sagði mér að standa á mínu. Stúlkan settist í miðjusætið. Ég er í sætinu mínu og ég halla alveg aftur svo hún sjái út um gluggann. Pabbi hennar kom með eina eða tvær ljótar athugasemdir um að ég vildi sætið mitt. Þannig að mig langar bara að vita, var ég í rétti að vilja sætið mitt, eða fáviti?“

Reddit-verjar voru snöggir til svars: 

„Þú keyptir þér sæti til að geta notað það og faðirinn vissi að sætið sem hann setti barnið sitt í var ekki þeirra til að sitja í.“

„Ef faðirinn vildi að barnið hans fengi gluggasæti hefði hann átt að velja það. Fólk velur sér sæti af alls kyns mismunandi ástæðum og það ætti ekki að þurfa að eiga í einhverjum rökræðum til að fá sitt sæti.“

„Já, þetta sama gerðist fyrir mig fyrir mörgum árum. Ég var krakki en barnið sem tók sætið mitt var yngra en ég. Í stað þess að spyrja mig sagði mamman barnsins við dóttur sína, svo ég heyrði, að ég væri góð og myndi leyfa henni að fá sætið. Ég var of feimin til að segja neitt, svo ég settist í gangsætið en var mjög pirruð vegna þess. Þannig að ég er ánægð að þú stóðar á þínu.“

„Hvenær hófst þessi frekja fólks sem gerir ráð fyrir að það geti tekið sæti annarra? Sæti geta verið seld á mismunandi verði og það er hægt að velja þau fyrirfram. Faðirinn getur haldið sínum athugasemdum fyrir sig.

„Jæja, ef faðirinn vildir svona mikið sætið þá hefði hann getað valið það fyrirfram. Af hverju í fjandanum á maður að greiða aukalega fyrir hlutina og þurfa svo að gefa þá öðrum út af einhverju væli?“

„Krakkarnir fá ekki sérmeðferð í flugvélum bara vegna þess að þeir vilja sjá út um gluggana.

Þeir þurfa að læra að þeir fá ekki allt sem þeir vilja. Pabbi þinn borgaði fyrir sætið.“

Einn notandi gaf ungu konunni ráð fyrir framtíðarferðalög: „Þú hljómar eins og þú hafir ekki mikla ferðareynslu. Fólk á eftir að reyna að kúga þig til að gefa upp sæti sem þú hefur borgað fyrir. Vendu þig á að standa kurteislega á þínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum