fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Hefur tekið hana yfir 300 klukkutíma að gera kjól

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 20:30

Hanna Rún Bazev. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansarinn Hanna Rún Bazev áttaði sig á því að ef keppniskjóllinn ætti að vera nákvæmlega eins og hún vildi, þá væri best að hún gerði hann sjálf.

video
play-sharp-fill

Hanna Rún var gestur í Fókus, spjallþætti DV. Horfðu á allan þáttinn hér.

Kjóllinn fyrir og eftir.

Hanna Rún fann sína köllun snemma. Hún byrjaði að æfa dans aðeins fjögurra ára gömul og vissi strax að það væri ekki aftur snúið. Síðan þá hefur hún landað hverjum titlinum á fætur öðrum og er í dag með fremstu samkvæmisdönsurum í heimi.

Hún kom heim fyrir stuttu frá Þýskalandi þar sem hún og eiginmaður hennar, Nikita Bazev, kepptu á Evrópumeistaramótinu og lentu í fimmta sæti.

Hanna Rún keppti í fallegum rauðum kjól með skrautsteinum í tugþúsundatali. Hún skreytti kjólinn sjálf og er hann aðeins einn af mörgum sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig og aðra.

Hanna Rún og Nikita Bazev.

„Ég er ekki að taka tímann þegar ég er að gera kjólana mína og dóttir mín er rosalega dugleg að hjálpa mér. Við föndrum mikið heima,“ segir Hanna og bætir við að hún hefur haft gaman af því að föndra síðan hún var lítil.

„Dóttir mín er þriggja ára og síðustu fjórir kjólar sem ég hef saumað og skreytt, hefur hún skreytt með mér. Maður er ekkert að telja hvað fara margir þúsund steinar eða hvað þetta tekur langan tíma, en ég hef alveg verið yfir 300 klukkutíma að gera kjól.“

Það eru ekki aðeins kjólarnir sem taka tíma. Móðir Hönnu og systir hennar sáu um að skreyta skyrtu Nikita þegar Hanna Rún fattaði að hún hefði ekki tíma til að sjá um föt þeirra beggja.

„Þær voru rúmlega 60 klukkutíma saman að steina skyrtuna hans. Fóru alveg 20 þúsund og eitthvað steinar,“ segir hún.

Hún segir nánar frá kjólagerðinni í spilaranum hér að ofan.

Fylgstu með Hönnu Rún á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture