fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Zac Efron nær óþekkjanlegur í nýju viðtali – „Guð minn góður, hvað kom fyrir þig?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 10:45

Zac Efron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Zac Efron er sagður vera nær óþekkjanlegur á nýjum myndum.

Hann er á fullu að kynna kvikmyndina „The Iron Claw“ þar sem hann fer með aðalhlutverk ásamt Jeremy Allen White og Harris Dickinson.

Efron leikur glímukappann Fritz Von Erich og lagði mikið á sig til að komast í form fyrir hlutverkið. En það eru ekki stórir vöðvar leikarans sem hafa vakið umtal heldur andlit hans.

Leikarinn, ásamt Allen White og Dickinson, prýðir forsíðu Entertainment Weekly og birti tímaritið myndband frá forsíðumyndatökunni og viðtölum við kappana á Twitter.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og voru aðdáendur í áfalli yfir útliti hans.

„Hvað kom fyrir andlitið hans?“ sagði einn.

„Guð minn góður, hvað kom fyrir þig?“ sagði annar.

Lenti í slysi

Útlit leikarans hefur verið á milli tannanna á fólki í nokkur ár. Þetta byrjaði allt í apríl 2021 þegar leikarinn kom við sögu í Earth Day! The Musical. Fólk taldi hann hafa gengist undir fegrunaraðgerðir vegna breytts útlits hans.

Zac Efron í apríl 2021.

Efron tjáði sig ekki um kjaftasögurnar á sínum tíma fyrr en ári síðar. Í viðtali við Men‘s Health í september 2022 sagði hann að ástæðan fyrir breyttu útliti væri slys sem hann lenti í.

Hann var að hlaupa um heima hjá sér á sokkaleistunum og rann til svo hann skall með hökuna á graníthorn og missti meðvitund.

Hann segir að þegar hann vaknaði þá muni hann eftir því hvernig hökubeinið „hékk af andliti“ hans.

Í kjölfarið fóru aðrir andlitsvöðvar í fulla yfirvinnu á meðan þeir meiddu voru að jafna sig og þess vegna átti þessi útlitsbreyting sér stað. Síðan þá hefur hann verið í meðhöndlun hjá sérfræðingi og sjúkraþjálfara.

„Tyggjandi vöðvarnir (e. masseters) stækkuðu bara. Þeir urðu bara mjög, mjög stórir,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“