Hann er á fullu að kynna kvikmyndina „The Iron Claw“ þar sem hann fer með aðalhlutverk ásamt Jeremy Allen White og Harris Dickinson.
Efron leikur glímukappann Fritz Von Erich og lagði mikið á sig til að komast í form fyrir hlutverkið. En það eru ekki stórir vöðvar leikarans sem hafa vakið umtal heldur andlit hans.
Leikarinn, ásamt Allen White og Dickinson, prýðir forsíðu Entertainment Weekly og birti tímaritið myndband frá forsíðumyndatökunni og viðtölum við kappana á Twitter.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli og voru aðdáendur í áfalli yfir útliti hans.
Zac Efron, Jeremy Allen White, and Harris Dickinson open up about #TheIronClaw, @A24‘s highly anticipated wrestling drama about the legendary Von Erich family.
Read our cover story: https://t.co/vXXDaToP6M pic.twitter.com/Z28BhoKkk7
— Entertainment Weekly (@EW) November 6, 2023
„Hvað kom fyrir andlitið hans?“ sagði einn.
„Guð minn góður, hvað kom fyrir þig?“ sagði annar.
Útlit leikarans hefur verið á milli tannanna á fólki í nokkur ár. Þetta byrjaði allt í apríl 2021 þegar leikarinn kom við sögu í Earth Day! The Musical. Fólk taldi hann hafa gengist undir fegrunaraðgerðir vegna breytts útlits hans.
Efron tjáði sig ekki um kjaftasögurnar á sínum tíma fyrr en ári síðar. Í viðtali við Men‘s Health í september 2022 sagði hann að ástæðan fyrir breyttu útliti væri slys sem hann lenti í.
Hann var að hlaupa um heima hjá sér á sokkaleistunum og rann til svo hann skall með hökuna á graníthorn og missti meðvitund.
Hann segir að þegar hann vaknaði þá muni hann eftir því hvernig hökubeinið „hékk af andliti“ hans.
Í kjölfarið fóru aðrir andlitsvöðvar í fulla yfirvinnu á meðan þeir meiddu voru að jafna sig og þess vegna átti þessi útlitsbreyting sér stað. Síðan þá hefur hann verið í meðhöndlun hjá sérfræðingi og sjúkraþjálfara.
„Tyggjandi vöðvarnir (e. masseters) stækkuðu bara. Þeir urðu bara mjög, mjög stórir,“ sagði hann.