fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Nýja sambandið á sterum – 20 árum eldri en finnst hún „vitsmunalega áhugaverð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 09:22

Gigi Hadid og Bradley Cooper. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Gigi Hadid eru sögð vera nýjasta stjörnupar Hollywood og samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs er strax komin mikil alvara í sambandið.

Heimildarmaður Page Six segir sambandið vera „á sterum.“

„Þetta er orðið mjög alvarlegt á mjög stuttum tíma. Þau eru saman alla daga,“ segir hann.

Fyrst sást til parsins á stefnumóti í byrjun október. Síðan þá hefur sést til þeirra nokkrum sinnum og var greint frá því í lok október að fyrrverandi unnusta og barnsmóðir Cooper, fyrirsætan Irina Shayk, væri allt annað en ánægð með sambandið.

„Irina er ekki ánægð með að nýja kærastan sé mun yngri ofurfyrirsæta,“ sagði heimildarmaður Page Six.

Cooper er 48 ára og Hadid er 28 ára.

Sjá einnig: Drama í Hollywood – Fyrrverandi allt annað en sátt með núverandi

Samkvæmt heimildum miðilsins er Cooper ekki bara hrifinn af útliti fyrirsætunnar. „Honum finnst hún vitsmunalega áhugaverð,“ segir heimildarmaðurinn.

Sjá einnig: Ástarþríhyrningur aldarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“