Hanna Rún er nýjasti gestur í Fókus, spjallþætti DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur. Hún fer um víðan völl í þættinum og ræðir meðal annars um langan og árangursríkan dansferil, athyglina, móðurhlutverkið og ástina.
Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.
Hanna Rún hefur verið áberandi í dansheiminum í mörg ár og hefur frá unglingsaldri verið talsvert í fréttum vegna árangurs hennar og hæfileika. Fólk myndaði sér fyrirframgefna skoðun á henni vegna útlits hennar í dansinum og dreifðu lygasögum. Hanna Rún segir að hún hafi orðið vör við umtalið en þökk sé fallegum og hvetjandi orðum foreldra hennar kippti hún sér ekki upp við það. Eftir að hún opnaði Snapchat-reikning í kringum 2015-2016 lagaðist þetta til muna. Þá sá fólk að hún væri bara venjuleg móðir og fékk hún í kjölfarið afsökunarbeiðnir frá þeim sem tóku þátt í neteineltinu.
Aðspurð hvers eðlis þessar lygasögur voru segir hún að þær hafi verið alls konar.
„Það gekk saga um það að ég væri að deita gullsmiðinn því hann gæfi mér fría skartgripi í staðinn,“ segir Hanna Rún en hún er dóttir Óla, eiganda Gullsmiðju Óla.
„Ég bara: „Guð minn góður, pabbi varstu búinn að heyra þetta?“ Þú veist, Óladóttir.“
Fólk dreifði einnig kjaftasögum um útlit hennar.
„Ég var mjög ung þegar ég var að heyra það, ég hef alla tíð verið með stór brjóst, ég var alltaf með rosalega stór brjóst áður en ég lét síðan laga þau aðeins. Þá var einhver sem sagði að mamma og pabbi þekktu einhvern lækni sem væri alltaf að sjúga fituna úr líkamanum mínum og sprauta henni í brjóstin.“
Hún segir nánar frá kjaftasögunum og hvernig hún tæklaði umtalið með aðstoð foreldra hennar í spilaranum hér að ofan.
Fylgstu með Hönnu Rún á Instagram.