fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Ótrúleg ástarsaga Hönnu og Nikita: „Hann sagði um leið og ég labbaði út úr Leifsstöð: „Ég ætla að giftast henni““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. nóvember 2023 10:29

Mynd/Instagram @hannabazev

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi hver hann var en hefði aldrei dottið í hug að þetta yrði maðurinn minn og faðir barnanna minna,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev.

video
play-sharp-fill

Hanna Rún er nýjasti gestur í Fókus, spjallþætti DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur. Hún fer um víðan völl í þættinum og ræðir meðal annars um langan og árangursríkan dansferil, athyglina, móðurhlutverkið og ástina.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.

Mynd/Instagram @hannabazev

Skrautleg fyrstu kynni

Hanna Rún kynntist eiginmanni sínum, Nikita Bazev, árið 2013. Hann er dansari eins og hún og kom til landsins til að fara í prufu með Hönnux, sem var að leita að nýjum dansherra. Hún rifjar upp æfinguna.

„Það var reyndar svolítið skrautlegt. Hann mætti þarna, ferðataskan hans týndist og hann var með dansskóna og æfingafötin í töskunni. Það skiptir máli að vera í dansskóm í prufu, en hann varð að fá föt frá pabba og við tókum æfinguna á sokkunum,“ segir Hanna Rún og bætir við að hún hafi þá talið drauminn að dansa með Nikita vera úti.

„Ég hugsaði: „Guð, þetta er ekki að fara að verða neitt.“ […] En hann spurði strax eftir fyrstu æfingu: „Hvenær er næsta mót?““

Þau eiga saman tvö börn.

Þetta var upphafið á löngu og árangursríku danssambandi, sem og hjónabandi þeirra.

Var þetta ást við fyrstu sýn eða kom hún seinna?

„Hún kom seinna, hjá mér. Hann veit það alveg. Öll mín athygli var á dansinum, ég vildi ekkert stráka dæmi sem myndi trufla. En hann var búinn að segja við pabba: „Ég er ástfanginn af dóttur þinni.“ Hann sagði um leið og ég labbaði út úr Leifsstöð: „Ég ætla að giftast henni.“

Ég var bara svo ákveðin í því að fókusa á dansinn og var hrædd um að ef við myndum byrja saman og eitthvað myndi gerast þá væri það danssambandið búið. Það er mjög erfitt að dansa við einhvern fyrrverandi.“

Nú eru rúmlega tíu ár liðin og fögnuðu hjónin níu ára brúðkaupsafmæli í sumar.

Mynd/Instagram @hannabazev

Áður en þau kynntust formlega í prufunni vissu þau af hvort öðru. Það eru til myndbönd af þeim á stórkeppnum þar sem þau eru að dansa bak í bak, en við aðra dansfélaga.

„Við mættumst alltaf á HM […] Ég vissi hver hann var en hefði aldrei dottið í hug að hann yrði maðurinn minn og faðir barnanna minna.“

Fylgstu með Hönnu Rún á Instagram.

Hlustaðu á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture