fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Hættu að drekka kaffi um leið og þú vaknar – Þetta er besti tíminn til að drekka það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. nóvember 2023 09:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt betra en að finna ilminn af heitu kaffi þegar maður er nývaknaður. Maður er varla búinn að nudda stírurnar úr augunum þegar kaffibollinn er kominn við höndina. Hljómar þetta eins og nokkuð nákvæm lýsing á þér? Ef svo er, þá skaltu lesa áfram.

Hættu að drekka kaffi um leið og þú vaknar!

Af hverju? Það er að gera þig þreyttari.

Best er að bíða í klukkutíma eftir að þú vaknar til að drekka fyrsta kaffibollann. Þá er kortísólframleiðsla líkamans á einum af þremur hápunktum dagsins.

Margir kalla kortísól stresshormónið en einnig er hægt að kalla það árveknihormónið því ástæðan fyrir því að líkaminn framleiðir meira kortísól þegar við erum undir álagi er til að auka árvekni.

Ef þú færð þér kaffi um leið og þú vaknar, þegar kortísólframleiðsla er í hámarki, þá kennir það líkamanum að framleiða minna af kortísóli. Með því að drekka kaffi um leið og þú vaknar minnkar það áhrif koffíns og getur einnig unnið gegn áhrifum kortísóls samkvæmt rannsóknum.

Kaffiunnendur takið sérstaklega eftir: Það getur einnig stuðlað að því að líkaminn byggi upp ónæmi gegn kaffi.

Það getur því verið að vinna gegn þér og hafa þveröfug áhrif að fá þér kaffibolla um leið og þú vaknar. Bíddu í klukkutíma, þó það sé erfitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt