fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

Heiðra minningu vinkonu – „Eva var ljósmóðir af lífi og sál“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2023 14:00

Eva Berglind Tulinius Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Berglind Tulinius lést á krabba­meins­deild Land­spít­al­ans 13. ág­úst 2022. 32 ára að aldri. Eva Berglind skildi eftir sig eiginmann og tvö börn sem í dag eru sjö ára og að verða þriggja ára.

Eva Berglind var þrítug og gengin 17 vikur með sitt annað barn þegar hún var greind með þríneikvætt brjóstakrabbamein. Viku síðar hóf hún kröftuga lyfjameðferð og að henni lokinni fór hún í keisaraskurð og brjóstnám í sömu aðgerð.

Eva Berglind var í viðtali í blaði Ljóssins árið 2021, þá krabbameinslaus og hlakkaði til að fara út í lífið aftur, meðal annars í vinnu sína sem ljósmóðir á á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans. Meinið tók sig þó upp aftur og sigraði að lokum.

Mæðgurnar Sóley og Eva Berglind
Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson

Vinkonur og samstarfskonur Evu Berglindar hafa nú hafið söfnun í samvinnu við Líf styrktarfélag þar sem safnað er fyrir stofu á meðgöngu- og sængurlegudeildinni á Landspítalanum sem verður merkt Evustofa. Stefnan er að opna stofuna á afmælisdegi Evu 9. febrúar 2024 en þá hefði hún orðið 34 ára.

Í færslu sem deilt er á samfélagsmiðlum segir um söfnunina:

„Eftir ótímabært fráfall elskulegu vinkonu okkar og samstarfskonu Evu Berglindar, langaði okkur að finna leið til að halda minningu hennar á lofti og á sama tíma styrkja gott málefni. Eva var ljósmóðir, af lífi og sál. Hún elskaði að vera ljósmóðir og var stolt af því að bera þann titil. Í samvinnu við Líf styrktarfélag og með leyfi frá aðstandendum hennar ákváðum við að hefja söfnun til styrktar Líf í nafni Evu.

Fyrir söfnunarféið verður útbúin stofa á Meðgöngu- og sængurlegudeildinni á Landspítalanum (vinnustað Evu) sem verður merkt Evustofa, máluð í “Evulit” og hlutir sem minna á Evu okkar munu prýða stofuna. Einnig verður keypt göngugrind sem notuð verður fyrir konur sem þurfa á því að halda í legu sinni á deildinni. Stefnan er að opna stofuna á afmælisdegi Evu þann 9.febrúar 2024 en þá hefði hún orðið 34 ára.

Ef þið viljið taka þátt í söfnununni eru frjáls framlög lögð inn á reikning Líf styrktarfélags: Reikningsnúmer: 515-14-411000 og kennitala: 501209-1040. MIKILVÆGT er að setja nafn Evu í skýringu þegar lagt er inn svo söfnunarféð fari á réttan stað!“

Þeir sem vilja styrkja ofangreinda söfnun geta lagt inn á neðangreindan reikning. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmer: 515-14-411000
Kennitala: 501209-1040
Skýring: Eva söfnunarféð fari á réttan stað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana
Fókus
Í gær

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað Demi Moore sagði þegar hún hlaut ekki Óskarinn

Varalesari afhjúpar hvað Demi Moore sagði þegar hún hlaut ekki Óskarinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svölu hefur aldrei liðið betur en núna

Svölu hefur aldrei liðið betur en núna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar stórglæsilegar á rauða dregli Óskarsins

Stjörnurnar stórglæsilegar á rauða dregli Óskarsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson orðin kona einsömul

Jenna Jameson orðin kona einsömul