Jón Ásgeir Jóhannesson fékk áritað eintak bókarinnar frá Sigmundi Erni. Björn Þorláksson fylgist sposkur með.
Mikið fjölmenni var í útgáfuhófi Sigmundar Ernis Rúnarssonar fyrir bók hans, Í stríði og friði fréttamennskunnar, sem haldið var í Pennanum-Eymundsson í Kringlunni í vikunni.
Í bókinni fer Sigmundur Ernir yfir feril sinn í fjölmiðlum en hann spannar meira en fjóra áratugi. Hann var virkur þátttakandi þegar einkareknir ljósvakamiðlar stigu fyrstu skrefin hér á landi á níunda áratug síðustu aldar og hefur starfað í sjónvarpi í áratugi. Þá hefur Sigmundur Ernir ritstýrt nokkrum miðlum, meðal annars DV og Fréttablaðinu, en hann var ritstjóri blaðsins allt þar til síðasta tölublað þess kom út 31. mars í vor.
Þau voru kunnugleg mörg andlitin í mannfjöldanum sem kom til að fagna útgáfu bókarinnar með Sigmundi Erni, enda þorri gesta þjóðþekkt fjölmiðla-, stjórnmála- og kaupsýslufólk.