fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Leonardo di Caprio genginn út

Fókus
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 06:18

Leonardo di Caprio

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Leonardo di Caprio, 48 ára, er sagður genginn út og þykir það sæta nokkrum tíðindum. Di Caprio er einn þekktasti glaumgosi heims og ástarsambönd hans vara yfirleitt stutt. Það hefur þó breyst en sú heppna er ítalska fyrirsætan Vittoria Ceretti sem er líka á fullkomnum aldri fyrir di Caprio eða 25 ára gömul.

Parið hóf að stinga saman nefjum í ágúst en þá var greint frá stefnumóti þeirra sem vakti mikla athygli.

Síðan hafa hlutirnir þróast hratt og er di Caprio sagður hugfanginn af Ceretti. Hafa þau sérstaklega náð vel saman varðandi umhverfisvernd en fyrirsætan er loftslags aktívisti og hittir þar di Caprio í hjartastað. Leikarinn ferðast nefnilega á einkaþotu sinni heimshorna á milli til þess að predika um loftslagsmál.

Daily Mail fjallar um sambandið og birtir myndir af parinu þar sem þau virðast mjög ástfangin. „Hún er mjög gáfuð og er með alla þá kosti sem di Caprio leitar í maka,“ hefur blaðið eftir viðmælanda sem þekkir til parsins.

Fróðlegt verður að sjá hvort sambandið endist en Ceretti verður 26 ára í júní á næsta ári þannig að einhver tími er til stefnu.

 

Leonardo DiCaprio og Vittoria Cetteri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar