fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Fékk afsökunarbeiðni frá fólki sem tók þátt í ljótu umtali og dreifði lygasögum – „Því það sá að ég er bara venjuleg móðir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 19:59

Hanna Rún Bazev er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hanna Rún fann sína köllun snemma. Hún byrjaði að æfa dans aðeins fjögurra ára gömul og vissi strax að það væri ekki aftur snúið.

Síðan þá hefur hún landað hverjum titlinum á fætur öðrum og er í dag með fremstu samkvæmisdönsurum í heimi. Hún kom nýlega heim frá Þýskalandi þar sem hún og eiginmaður hennar og dansfélagi, Nikita Bazev, komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu og lentu í fimmta sæti.

Hanna Rún fer yfir langan og árangursríkan dansferil, athyglina, umtalið og móðurhlutverkið í nýjasta þætti af Fókus, spjallþætti DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

Mynd/Instagram @hannabazev

Sáu að hún var bara venjuleg

Hanna Rún hefur verið áberandi í dansheiminum í mörg ár og hefur frá unglingsaldri verið talsvert í fréttum vegna árangurs hennar og hæfileika. Fólk myndaði sér fyrirframgefna skoðun á henni vegna útlits hennar í dansinum og taldi hana vera snobbaða eða góða með sig. Hanna Rún segir að hún hafi orðið vör við umtalið en þökk sé fallegum og hvetjandi orðum foreldra hennar kippti hún sér ekki upp við það. Eftir að hún opnaði Snapchat-reikning í kringum 2015-2016 lagaðist þetta til muna.

Upphaflega stofnaði hún reikninginn til að leyfa fjölskyldu og þeim sem höfðu áhuga að fylgjast með henni í keppnisferðum. Það vatt aldeilis upp á sig og fljótlega var hún komin með tugþúsundir fylgjenda.

„Það varð rosa stórt mjög hratt. Ég sýndi frá ferðalögunum og svona, og líka okkar lífi. Þá sá fólk mig eins og ég er venjulega. Það sá að ég er bara venjuleg manneskja. Ég fékk ótrúlega mikið af fallegum skilaboðum frá fólki sem var að biðjast afsökunar á því hvernig það tók þátt í ljótum umræðum um mig, lygasögur og svona. Því það sá að ég er bara venjuleg móðir, en það var búið að dæma mig út frá dansinum og meiköppinu. Það sá mig í einhverjum karakter, því dansinn er mikið leikrit líka, hver dans hefur sinn karakter. Eins og leikari, hann er kannski vondur í einhverri bíómynd en er ekki vondur í alvöru.“

Fjölskyldan síðustu jól. Mynd/Instagram @hannabazev

Að verða móðir breytti lífi hennar

Hanna Rún kynntist Nikita árið 2013. Þau byrjuðu sem dansfélagar en áttuðu sig fljótlega á því að þau væru meira en bara dansfélagar. Þau hafa nú verið gift í níu ár og eiga saman tvö börn. Aðspurð hvað hafi breyst við að verða móðir segir Hanna Rún:

„Það breyttist allt. Það komu einhverjar tilfinningar sem maður hélt að væru ekki til og svona ást sem er stærri en allt.“

Sonur þeirra, Vladimir Óli, fæddist árið 2014, og dóttir þeirra, Kíra Sif, fæddist árið 2020.

Hanna Rún og Nikita á dansgólfinu. Mynd/Instagram @hannabazev

„Að dansa og vera með barn er ekki auðvelt, sérstaklega ekki þegar Vladimir var nýfæddur. Við vorum alveg ákveðin í því að halda áfram að dansa. Fyrstu æfingarnar var ég ennþá með hann á brjósti, með mjólk hérna út um allt,“ segir hún og hlær.

„Það var enginn sem var að keppa á móti okkur sem átti barn. Ég var sú eina sem var með barn í keppni, var kannski ósofin að keppa, þannig þetta er alveg áskorun. Þetta er bara spurning um að skipuleggja sig vel.“

Horfðu á allan þáttinn hér að ofan.

Fylgstu með Hönnu Rún á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“
Hide picture