fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fókus

Dularfulla konan sem var með Matthew Perry daginn áður en hann dó stígur fram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 08:56

Matthew Perry og Athena Crosby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem Matthew Perry sást með degi áður en hann lést hefur stigið fram. Hún heitir Athenna Crosby og er 25 ára fyrirsæta og fjölmiðlakona.

Hún greindi frá því á Instagram að hún hafi verið „ein af síðustu manneskjunum“ til að sjá og tala við leikarann áður en hann fannst látinn á laugardaginn.

„Ég ætlaði ekki að tala um þetta en það sem ég vil segja er að ég fékk þann heiður að þekkja Matthew persónulega,“ skrifaði hún á miðlinum.

„Ég er miður mín vegna fráfalls hans en mér finnst ekki viðeigandi að tala um það opinberlega þar sem athyglin ætti ekki að vera á mér, heldur á honum og arfleifð hans. Honum þótti mjög annt um einkalíf sitt og ég bar alltaf virðingu fyrir því í okkar vináttu.“

Skjáskot/Instagram

Hún hélt áfram:

„En vissulega, við vorum vinir og ég var ein af síðustu manneskjunum til að tala við hann og sjá hann áður en hann féll frá.“

Í annarri færslu sagði hún frá hugarástandi leikarans þegar þau hittust í hádegismat á föstudaginn síðastliðinn.

„Ég vil leggja áherslu á að Matthew var í mjög góðu skapi og talaði spenntur um það sem væri fram undan hjá honum. Hann var svo hamingjusamur og hress,“ sagði hún og bætti við:

„Höfum það á hreinu að þessi maður var að koma til baka [í bransann] og verðskuldaði meiri tíma á þessari jörð. Skemmtanabransinn hefur misst goðsögn.“

Sjá einnig: Síðustu myndirnar af Matthew Perry – Virtist afslappaður með vini sínum

Öfugt við það sem aðrir segja

Yfirlýsing Crosby er í þversögn við fyrri fréttir um ástand Perry.

New York Post greindi frá því í gær að Perry hafi glímt við mikinn einmanaleika sem skerti lífsgæði hans verulega. Heimildarmenn Daily Mail sögðu að hann hafi verið einmana og þráð að eignast konu og fjölskyldu – börn og síðar barnabörn.

Sjá einnig: Þetta var það síðasta sem Matthew Perry deildi á samfélagsmiðlum – Var gríðarlega einmana fyrir andlátið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu