fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Kolféll fyrir ókunnugum viðskiptavini – Leitaði á náðir netverja til að finna gaurinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði gifst þessum manni á staðnum,“ sagði hin 30 ára gamla Brittany við vinkonu sína. „Ég tók strax eftir honum vegna hvíta sveitahattsins, fólk hér klæðir sig ekki svona. Hann var töfrandi, með blá augu og fallegt hár. Við áttum mjög krúttleg samskipti og horfðumst í augu, en svo fór hann.“

Maðurinn sem Brittany lýsir svona er viðskiptavinur hennar, sem kom inn í búðina sem hún vinnur í í Canberra í Ástralíu, í leit að ákveðnum hlut. Henni tókst þó ekki að finna hlutinn og ráðlagði manninum að leita á netinu.

Sem er akkúrat það sem hún gerði, eftir að hafa bitið sig í hnúana fyrir að biðja ekki manninn um nafn og símanúmer. Þar sem ja.is og samsvarandi áströlsk vefsíða býður (ekki ennþá) upp á að leita að einstaklingi með lýsingu á viðkomandi deildi Brittany klemmu sinni á TikTok og bað netverja um aðstoð. Ef Bændablaðið væri gefið út í Ástralíu hefði auglýsing þar líklega skilað árangri!

@brittanyscriv TIK TOK HELP ME FIND THIS MAN 😂#helpme #findthismanpls #countryboy #single #girltalk #canberra ♬ original sound – Brittanyscriv

„Ég þarf á hjálp þinni að halda við að finna mann,“ sagði hún í myndbandinu, og bætti við að maðurinn hefði verið klæddur í skyrtu, gallabuxur og jakka og verið með David Jones tösku.

@brittanyscriv Replying to @Laura Witham913 UPDATE ON COUNTRY MAN #helpme #findthismanpls #countryboy #single #girltalk #canberra ♬ original sound – Brittanyscriv

Brittany hélt að hún myndi aldrei hitta manninn aftur, en örlögin voru henni hliðholl.

„Hann kom aftur síðdegis. Ég hugsaði: „Guð minn góður, þetta er tækifærið mitt… þetta er alheimurinn sem segir mér að ég þurfi að fara og nálgast þennan mann aftur. Svo ég gekk til hans og spurði: „Hæ, fannstu það sem þú varst að leita að?“ Og hann svaraði neitandi. 

„Ég ætlaði að spyrja hann hvort hann væri opinn fyrir stefnumóti, en annar viðskiptavinur truflaði okkur,“ segir Brittany, sem aðstoðaði konuna um leið og hún skutlaði í bæn um að myndarlegi maðurinn myndi hinkra, en sá svo á eftir honum ganga út.

„Þetta var eina tækifærið mitt,“ sagði hún sorgmædd í myndbandinu. „Ég þarf allar FBI stelpurnar hérna inni til að leita að honum. Ef þú þekkir mann, sem býr ekki í Canberra, heldur úti á landi, sem var með hvítan sveitahatt þann 12. október, þá þarf ég hjálp þína. Þessi maður var töfrandi. Og ég vil bara segja honum hvað hann var fallegur.“

Brittany fór í vinnuna daginn eftir og beið eftir að maðurinn myndi dúkka aftur upp, hún reyndi meira að segja að skoða öryggismyndavélar verslunarinnar, en yfirmaður hennar bannaði henni það. 

Tveimur vikum seinna eftir að Brittany hafði fengið fjöldann allan af ábendingum um karlmenn sem reyndust ekki sá sem hún leitaði að og óteljandi skilaboð fór loksins eitthvað að gerast.

„Ég fékk Instagram skilaboð frá karlmanni sem var ekki hann en þekkti hann. Stutta sagan, hann sagði að sá sem ég var að leita að hefði séð myndbandið mitt. Hann er ekki á samfélagsmiðlum, en til í að hitta mig,“ segir Brittany sem var pínu efins í fyrstu með þessi skilaboð, en áttaði sig síðan á að þarna var hann kominn, maðurinn með hvíta sveitahattinn.

„Ég fékk númerið hans og við töluðum saman í síma,“ sagði hún. „Hann er 29 ára og utan af landi. Hann er einhleypur og þegar hann kemur aftur til Canberra ætlum við að hittast og fá okkur drykk. Hann sagði mér að hann væri pínu stressaður yfir þessu en vildi samt hittast. Það hefur verið alveg ótrúlegt að heyra aftur í honum. Hann er svo góður, fyndinn og jarðbundinn, sem er virkilega yndislegt.“

@brittanyscriv Replying to @Mini WE FOUND THE COUNTRY MAN 🥹🥹🥹🥹😍😍😍😍😍 #helpme #findthismanpls #countryboy #single #girltok #canberra ♬ original sound – Brittanyscriv

@brittanyscriv Replying to @MannequinDressedByJasmine #single #countryboy #findthismanpls #helpme #news #country #dating ♬ original sound – Brittanyscriv

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“