fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Karl óttast mjög leynilegar dagbækur móður sinnar

Fókus
Mánudaginn 9. október 2023 13:00

Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Express greindi frá því um helgina að Karl III konungur Bretlands sé óttasleginn yfir því að leynilegar dagbækur móður hans heitinnar, Elísabetar I drottningar, geti kallað skömm yfir konungsfjölskylduna.

Konungurinn vonast til þess að dagbækurnar þar sem er að sögn að finna meðal annars hugleiðingar drottningarinnar um hjónaband Karls og Díönu prinsessu og samband sonar þeirra Vilhjálms prins við Katrínu prinsessu.

Talið er einnig að drottningin, sem lést í september á síðasta ári, hafi ritað í dagbækurnar hugleiðingar sínar um hneyklismál sonar hennar Andrésar Prins og um útgöngu Harry Prins og Meghan Markle úr daglegum störfum fyrir konungsfjölskylduna.

Karl er sagður meðvitaður um að dagbækurnar séu fullar af „sprengjum“ og treysta alfarið á að einn traustasti aðstoðarmaður móður hans, Paul Whybrew, muni sjá til þess að þær verði aldrei gerðar opinberar.

Heimildarmaður Daily Express segir að dagbækurnar gætu verið mikil ógn við ímynd breska konungdæmisins og þess vegna vilji fjölskyldan ekki að almenningur fái aðgang að þeim. Viðkomandi segir einnig að Karli muni án efa finnast freistandi að losna við að minnsta kosti þá hluta dagbókanna sem gætu svert minningu móður hans eða kallað meiri skömm yfir fjölskylduna.

Heimildarmaðurinn fullyrðir hins vegar að breska fræðasamfélagið muni koma í veg fyrir að Karl fargi dagbókunum eða breyti á einhvern hátt upplýsingum sem þær kunni að innihalda. Dagbækurnar eru sagðar hafa svo mikið sögulegt gildi að það teljist í raun vera ómetanlegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun