fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Fortíð lögreglumanns elti hann uppi

Fókus
Mánudaginn 9. október 2023 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu að fortíð eins lögreglumanns embættisins hefði leitað hann uppi um nýliðna helgi. Þar var þó ekki um að ræða neitt sem kalla mætti slæmt að nokkru leyti, nema fólk hafi ekki smekk fyrir því sem viðkomandi lögreglumaður var að fást við í fortíðinni sem einn meðlima hljómsveitarinnar Gildran. Í færslunni segir svo frá:

„Öll eigum við okkar fortíð. Einnig lögreglumenn. Sú fortíð hefur nú leitað Þórhall Árnason aðalvarðstjóra á Eskifirði uppi og er vel. Þórhallur er sem sé meðlimur í hinni merku hljómsveit Gildrunni úr Mosfellsbæ, fjögurra manna hópi vaskra manna sem fór mikinn í tónleikahaldi um og eftir síðustu aldamót.

Fortíðin vitjaði Þórhalls um helgina þegar blásið var til tónleika í Hlégarði og aðrir tveir að minnsta kosti fyrirhugaðir á næstunni. Þá voru þeir félagar valdir bæjarlistamenn Mosfellsbæjar þetta árið.

Mynd segir meira en þúsund orð og fylgir því ein með hér að neðan. Þórhallur, okkar maður, annar frá hægri.“

Færslu Lögreglunnar á Austurlandi og meðfylgjandi mynd má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“