fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Þetta er það sem þú borgar og færð fyrir árskort liða í Subway deildunum í körfubolta

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppnistímabilið 2023-24 í Subway deild kvenna í körfubolta er nýhafið en keppni í Subway deild karla hefst á morgun.

Af þessu tilefni hefur DV tekið saman verð á árskortum sem félögin bjóða stuðningsmönnum sínum til sölu. Í árskortum eru yfirleitt innifalinn aðgangur á alla heimaleiki viðkomandi félags, a.m.k. í deildarkeppninni en misjafnt er hvort aðgangur á leiki í bikarkeppni og úrslitakeppni er hluti af því.

Flest félög bjóða upp á mismunandi gerðir árskorta og þá með þeim formerkjum að því hærra verð sem stuðningsmenn greiða því meira sé innifalið í kortinu.

Það er einnig misjafnt hvort félögin eru með lið í bæði Subway deild karla og kvenna sem getur mögulega haft áhrif á verð árskortanna. Þau félög sem eru með lið í báðum deildum bjóða yfirleitt upp á kort sem gilda á heimaleiki bæði karla- og kvennaliðsins. Hér á eftir verður því félögunum skipt í hópa eftir því hvort þau eru með lið í báðum deildum eða annarri hvorri. Fyrst verða tekin fyrir félög sem hafa lið í báðum deildum. Það er síðan lesenda að meta hvaða félag býður best

Félögin bjóða kortin til sölu í gegnum miðasöluappið Stubbur og byggir þessi samantekt á uppgefnum verðum í því appi.

Félög með lið í bæði Subway-deild karla og kvenna

Breiðablik: 

Aðgangur fyrir 2 að öllum heimaleikjum karla og kvenna í Subway deildinni (ekkert minnst á bikarkeppni eða úrslitakeppni, innsk. DV): 40.000 krónur.

Aðgangur fyrir 1 að öllum heimaleikjum karla og kvenna í Subway deildinni (ekkert minnst á bikarkeppni eða úrslitakeppni, innsk DV): 25.000 krónur.

Fyrir foreldra leikmanna og iðkenda körfuknattleiksdeildar. Gildir fyrir 1 á heimaleiki hjá meistaraflokkum karla og kvenna: 20.000 krónur.

Aðgangur fyrir ungmenni 16-25 ára að heimaleikjum karla og kvenna í Subway deildinni (ekkert minnst á bikarkeppni eða úrslitakeppni, innsk. DV): 15.000 krónur.

Grindavík: 

Aðgangur að öllum heimaleikjum í deildar-, bikar-. og úrslitakeppni, merkt sæti í stúku, bjór og hamborgari fyrir leiki og ókeypis aðgangur að lokahófi: 100.000 krónur.

Aðgangur að öllum heimaleikjum í deildar- bikar og úrslitakeppni og stuðningsmannabolur úr netverslun: 60.000 krónur.

Aðgangur fyrir par/hjón að öllum heimaleikjum í deildarkeppninni: 50.000 krónur.

Aðgangur fyrir 1 á alla heimaleiki í deildarkeppninni: 30.000 krónur.

Haukar: 

Aðgangur að öllum heimaleikjum í Subway deildum karla og kvenna (ekki tekið fram hvort það gildir líka um úrslirakeppnina, innsk. DV). Gildir ekki á bikarleiki. Árskort veitir aðgang að „betri stofu“ í hálfleik: 35.000 krónur.

Keflavík: 

Aðgangur að öllum heimaleikjum í deildarkeppninni. Gildir ekki á leiki í bikarkeppni og úrslitakeppni: 30.000 krónur/2.500 krónur á mánuði.

Stjarnan: 

Aðgangur að öllum heimaleikjum í deildarkeppninni ( af því má ráða að árskortið gildi ekki á heimaleiki í bikar- og úrslitakeppni): 25.000 krónur.

Valur: 

Aðgangur fyrir tvo að öllum heimaleikjum ( ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslitakeppni, innsk. DV): 60.000 krónur/5.000 krónur á mánuði.

Aðgangur fyrir tvo að öllum heimaleikjum (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslitakeppni, innsk. DV), nema bikarleikjum: 40.000 krónur/3.400 krónur á mánuði.

Aðgangur fyrir einn að öllum heimaleikjum nema bikarleikjum: 25.000 krónur/2.100 krónur á mánuði.

Aðgangur fyrir foreldra iðkenda hjá körfuknattleiksdeild Vals að öllum heimaleikjum (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslitakeppni, innsk. DV) nema bikarleikjum. Aðgangurinn gildir fyrir einn: 15.000 krónur.

Félög með lið í annaðhvort Subway-deild karla eða kvenna

Álftanes: Álftanes keppir í vetur í fyrsta sinn í efstu deild karla í körfubolta en er hins vegar ekki með lið í Subway deild kvenna. Félagið býður upp á eftirfarandi möguleika í kaupum á árskortum:

Aðgangur að öllum heimaleikjum (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslitakeppni, innsk. DV), miði á bikarleiki, VIP aðgangur – þjálfari fer yfir leikplan fyrir leiki, bjór, hamborgari, frítt kaffi og frátekið sæti í sal fyrir hvern leik: 55.000 krónur/5.000 krónur á mánuði.

Aðgangur að öllum heimaleikjum (ekki tekið fram hvort það gildi líka um úrslitakeppni og bikarkeppni, innsk. DV) fyrir tvo og frítt kaffi fyrir tvo: 39.500 krónur/ 3.500 krónur á mánuði.

Aðgangur að öllum heimaleikjum (ekki tekið fram hvort það gildi líka um úrslitakeppni og bikarkeppni, innsk. DV), aukamiði á 50 prósent afslætti: 25.500 krónur/ 2.500 krónur á mánuði.

Fjölnir: Fjölnir er með lið í Subway deild kvenna og 1. deild karla og eru árskort félagsins sögð gilda á alla heimaleiki karla – og kvennaliðsins, nema bikarleiki.

Miði á alla heimaleiki (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslitakeppni, innsk. DV), nema bikarleiki. Kaffi í leikhléi, 50 prósent afsláttur fyrir einn gest og tækifærismyndataka úti eða í stúdíói: 45.000 krónur.

Miði á alla heimaleiki (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslitakeppni, innsk. DV), nema bikarleiki. Kaffi í leikhléi, 50 prósent afsláttur fyrir einn gest og boð á tvo fundi með þjálfara hvors liðs: 35.000 krónur.

Miði á alla heimaleiki (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslitakeppni, innsk. DV), nema bikarleiki. Kaffi í leikhléi, 50 prósent afsláttur fyrir einn gest: 25.000 krónur.

Miði á alla heimaleiki ( ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslitakeppni, innsk. DV), nema bikarleiki. Kaffi í leikhléi: 20.000 krónur.

Hamar: Hamar er með lið í Subway deild karla og með sameiginlegt lið með Þór Þorlákshöfn í 1.deild kvenna. Samkvæmt Stubbs-appinu gilda eftirfarandi árskort aðeins á leiki karlaliðs Hamars:

Miði á alla heimaleiki (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslita- og bikarkeppni, innsk. DV), hamborgari og ótakmarkað magn af bjór eða gosi fyrir leik, treyja og miði á Herrakvöld Hamars 2024: 100.000 krónur/10.000 krónur á mánuði.

Miði á alla heimaleiki (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslita- og bikarkeppni, innsk. DV), hamborgari og bjór eða gos fyrir leik: 40.000 krónur/3.500 krónur á mánuði.

Miði á alla heimaleiki (ekki tekið sérstaklega fram hvort það á við um úrslita- og bikarkeppni, innsk. DV): 17.000 krónur/2.000 krónur á mánuði.

Ungmennakort fyrir 16-23 ára: 9.900 krónur.

Höttur: Höttur er með lið í Subway deild karla en ekki kvenna.

Árskort (engar upplýsingar koma fram í Stubbs-appinu um hvað felst nákvæmlega í árskorti á heimaleiki Hattar, innsk. DV): 15.000 krónur.

Þór Akureyri:

Þórsarar fyrir norðan eru með lið í Subway deild kvenna og 1. deild karla. Ekki er annað að sjá en að árskortið sem félagið býður til sölu gildi á leiki beggja liðanna.

Aðgangur að öllum heimaleikjum (á kortinu sjálfu segir að það eigi við um deildarleiki því virðist kortið ekki gilda á leiki í úrslita- eða bikarkeppninni, innsk. DV): 25.000 krónur.

Þór Þorlákshöfn: 

Þór í Þorlákshöfn er með lið í Subway deild karla en með sameiginlegt lið með nágrönnum sínum í Hamar í fyrstu deild kvenna. Af upplýsingum í Stubbs-appinu er hins vegar vart annað að ráða en að árskortin gildi eingöngu á leiki karlaliðsins:

Aðgangur að öllum heimaleikjum í deild, bikarkeppni (gildir einnig á undanúrslit og úrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll) og úrslitakeppni, ásamt boðsgesti. Aðgangur að lokahófi, súpa og brauð fyrir leiki, merkt og frátekið sæti að eigin vali, treyja merkt með nafni og númeri: 99.000 krónur/8.390 krónur á mánuði.

Aðgangur að öllum heimaleikjum í deild, bikarkeppni (gildir einnig á undanúrslit og úrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll) og úrslitakeppni, ásamt boðsgesti. Aðgangur að lokahófi, súpa og brauð fyrir leiki: 66.000 krónur/ 5.690 krónur á mánuði.

Aðgangur að öllum heimaleikjum í deild, bikarkeppni (gildir einnig á undanúrslit og úrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll) og úrslitakeppni. Aðgangur að lokahófi, súpa og brauð fyrir leiki: 33.000 krónur/2.990 krónur á mánuði.

Aðgangur að öllum heimaleikjum í deildarkeppni: 18.ooo krónur.

Lið sem upplýsingar vantar um:

Á meðan á vinnslu þessarar samantektar stóð voru árskort eftirtalinna félaga sem eru með lið í bæði Subway deild karla og kvenna í körfubolta veturinn 2023-24, eða annarri hvorri deildinni, ekki til sölu í Stubbs-appinu og því eru upplýsingar um verð og hvað er innifalið í árskortum viðkomandi félaga ekki aðgengilegar í appinu.

Njarðvík

Tindastóll

Snæfell

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“