fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Fyrrum unnustan opnar sig um flókið ástarsamband sitt við leikarann látna – „Matty, ég er fegin að þú hefur fundið frið“

Fókus
Þriðjudaginn 31. október 2023 06:48

Matthew Perry og Molly Hurwitz voru par í þrjú ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Molly Hurwitz, fyrrum unnusta Matthew Perry, segir að leikarinn hefði elskað að vita til þess að heimurinn væri að tala um hversu hæfileikaríkur hann hefði verið, enda hefðu hæfileikar hans verið afar miklir. Hurwitz opnaði sig um dauða leikarans með færslu á Instagram en hún og Perry voru par í þrjú ár, frá árunum 2018 til 2021. Um 22 ára aldursmunur var á parinu en þau trúlofuðu sig í nóvember 2020 en við það tilefni sagði Perry að hann væri að fara að giftast „stórkostlegustu konu á jörðinni“. Ástin kulnaði hins vegar og tæpu ári síðar var greint frá því að þau væru skilin af skiptum.

Í Instagram-færslunni sagði Hurwitz að þau hefðu undirbúið sig fyrir endurkomuþátt Friends árið 2021 með því að horfa aftur á þættina vinsælu saman. „Ég var svo góður, sástu hvað ég gerði þarna?“ segir hún að Perry hafi sagt og spólað tilbaka til að horfa á atriði og stúdera þau í smáatriðum. Segir Molly að sameiginleg ást þeirra á húmor hafi tengt þau saman og það að fá að vera með honum þar sem hann enduruppgötvaði snilli sína hafi verið töfrum líkast.

En hún hafi einnig fengið að kynnast dökkum hliðum leikarans. „Ég elskaði hann meira en ég áttaði mig án en hann var flókinn maður og hann olli mér gríðarlegum sársauka. Enginn á fullorðinsárum mínum hefur haft sömu áhrif á mig og Matthem Longford Perry,“ sagði Hurwitz í færslunni.

Sagðist hún vera afar þakkklát fyrir kynni sín af leikaranum og allt sem hún lærði af ástarsambandi þeirra. Þá þakkaði hún Al Anon samtökunum, sem væri ótrúlegur styrkur fyrir þá sem að elskuðu einhvern með sjálfskaðandi fíknisjúkdóm.

„Matty, ég er fegin að þú hefur fundið frið,“ sagði Hurwitz.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Molly Hurwitz (@mollyhurwitz)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af