fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fókus

Friends-leikarinn Matthew Perry er látinn, 54 ára að aldri

Fókus
Sunnudaginn 29. október 2023 00:47

Matthew Perry með Jennifer Aniston en saman fóru þau með tvö af aðalhlutverkunum í Friends.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Matthew Perry er látinn, 54 ára að aldri. TMZ greindi frá þessu skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags.

Perry er best þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, en um er að ræða eina vinsælustu gamanþætti allra tíma. Í þáttunum fór hann með hlutverk Chandler Bing og kom hann fram í öllum 234 þáttunum sem sýndir voru.

Samkvæmt heimildum TMZ fannst leikarinn látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles í dag. Grunur leikur á að hann hafi fengið hjartaáfall, en það hefur ekki fengist staðfest.

Perry opnaði sig um erfiðleika sína í æviminningum sem komu út í fyrra. Hann glímdi lengi vel við fíknivanda og fyrir örfáum árum var honum vart hugað líf eftir að ristill hans rofnaði eftir ofneyslu á ópíóðum. Honum varð tíðrætt um neysluna í viðtölum í tilefni bókarinnar og er óhætt að segja að neyslan hafi litað hans feril töluvert.

Heimildir TMZ herma þó að engin lyf hafi fundist á vettvangi þegar Perry fannst látinn og þá leiki enginn grunur um saknæmt athæfi.

Matthew var ókvæntur og barnlaus en á sínum tíma var hann meðal annars í sambandi með leikkonunni Yasmine Bleeth, Juliu Roberts og Lizzy Caplan. Þá var hann trúlofaður Molly Hurwitz um tíma en þau hættu saman sumarið 2021. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall