fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Svona vildi Matthew Perry að við minnumst hans

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2023 21:00

Matthew Perry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Matthew Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles í gær. 

Sjá einnig: Dánarorsök Matthew Perry -Veröldin syrgir vin

Í kjölfar andláts hans hafa aðdáendur Perry deilt broti úr hlaðvarpsviðtali frá árinu 2022 þar sem Perry ræðir við Tom Power um hvernig hann vildi að sín minnst væri eftir dauða hans.

Leikarinn var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í Friends, en hann vonaðist þó til að sín yrði síst minnst fyrir hlutverkið sem gladdi þó hug og hjörtu aðdáenda hans um allan heim, heldur frekar að hans yrði minnst fyrir vinnuna sem hann vann við að styðja fólk sem glímir við fíkniefnavanda.

Fyrir nokkrum árum breytti Perry strandheimili sínu í Malibu í áfangaheimili fyrir karlmenn sem heitir Perry House.

„Ég hef lent í hæðum og lægðum á lífsleiðinni en það besta við mig, tvímælalaust, er að ef alkóhólisti eða eiturlyfjafíkill kemur til mín og segir: „Viltu hjálpa mér?“ þá segi ég alltaf. „Já, ég veit hvernig á að gera það. Ég mun gera það fyrir þig, jafnvel þó ég geti ekki alltaf gert það fyrir sjálfan mig. Svo ég geri það, hvenær sem ég get. Í hópum, eða einn á móti einum,“ sagði Perry.

„Og ég bjó til Perry-húsið í Malibu, áfangaheimili fyrir karlmenn. Ég skrifaði líka leikritið The End of Longing, sem eru persónuleg skilaboð mín til heimsins, ýkt mynd af mér sem fyllibyttu. Ég hafði eitthvað mikilvægt að segja við fólk eins og mig og fólk sem elskar fólk eins og mig.“

Eftir að hafa hugsað um arfleifð sína sagði Perry síðan: „Þegar ég dey veit ég að fólk mun tala um Friends, Friends, Friends. Og ég er ánægður með það, ánægður með að hafa unnið heilmikið starf sem leikari, auk þess að gefa fólki margvísleg tækifæri til að gera grín að baráttu minni á veraldarvefnum,“ sagði Perry. 

„En þegar ég dey, þegar kemur að svokölluðum afrekum mínum, þá væri gaman ef Friends væru taldir langt á bak við það sem ég gerði til að reyna að hjálpa öðru fólki. Ég veit að það mun ekki gerast, en það væri gaman.“

Opinskár með baráttu við fíknina

Perry var alla tíð opinskár með baráttu sína við fíknina, sem hófst árið 1997 þegar hann varð háður verkjalyfjum eftir jetskislys. Hann sagði síðar að hann gæti ekki horft aftur á þætti af Friends vegna þess að það gaf honum óvart tímalínu yfir fíknina. 

„Ég tók 55 Vicodin á dag, ég var aðeins 64 kíló, ég var í Friends sem 30 milljónir manna horfðu á – og þess vegna get ég ekki horft á þáttinn, vegna þess að ég var hrottalega grannur,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að hann myndi ekki eftir að hafa tekið upp nokkrar þáttaraðir af Friends og að hafa eytt yfir níu milljónum dala til að ná edrúmennsku.

Fjölmargir þekktir einstaklingar hafa minnst Perry í dag. 

Maggie Wheeler, sem lék kærustu Chandler Bing í Friends, Janice Hosenstein, skrifaði á Instagram: „Þvílíkt tap. Heimurinn mun sakna þín Mathew Perry. Gleðin sem þú veittir svo mörgum á þinni of stuttu ævi mun lifa. Mér finnst ég svo mjög blessuð af hverri skapandi stund sem við deildum.“

Morgan Fairchild sem lék móður Perry á skjánum sagði á X: „Ég er sár yfir ótímabæru andláti „sonar míns“, Matthew Perry. Það er áfall að missa svona frábæran ungan leikara. Ég sendi ást og samúðarkveðjur til vina hans og fjölskyldu, sérstaklega pabba hans, John Bennett Perry, sem ég vann með á Flamingo Road og Falcon Crest.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“