fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Júlí Heiðar opnar sig um eineltið – „Ég átti eiginlega aldrei breik“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2023 20:00

Mynd/Instagram @juliheidar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson opnar sig um einelti sem hann varð fyrir þegar hann var yngri.

video
play-sharp-fill

Júlí Heiðar er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

Í þættinum fer Júlí Heiðar um víðan völl. Hann segir frá röð tilviljunarkenndra atvika sem varð til þess að hann byrjaði að vinna í banka, fjölskyldulífinu, tónlistarferlinum, hvernig hann kom sér á beinu brautina eftir að hafa farið út af sporinu og uppgjöri fortíðarinnar.

Sjá einnig: Fór út af sporinu og lífið snerist aðeins um næstu helgi 

Júlí Heiðar er gestur vikunnar.

Átti ekki breik

Söngvarinn opnar sig um einelti sem hann varð fyrir í æsku þegar hann gekk í grunnskóla á Þorlákshöfn, þar sem hann er uppalinn.

„Ég átti eiginlega aldrei breik. Ég hékk eiginlega alltaf með stelpunum, ég var í tuttuga og eitthvað manna bekk og þetta voru sextán eða sautján strákar og restin voru stelpur,“ segir hann.

„Það var ekki að hjálpa mér að ég var að læra samkvæmisdans, og ég er frá Þorlákshöfn. Það var ekki nett að vera í samkvæmisdansi. Ég heiti líka Júlí, það er sérstakt nafn, þannig það spilaði líka inn í. Svo líka, mamma mín er besta kona í heimi og hún er mjög smekkleg, þannig hún klæddi mig alltaf í rosa flott föt. Ég held mögulega að það hafi líka ekkert verið að hjálpa. Þá hefur það væntanlega brotist út hjá öðrum í öfund eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann.

Hann segir nánar frá þessu og hvaða áhrif eineltið hafði á hann seinna á lífsstíðinni í spilaranum hér að ofan. Ef þú vilt horfa á þáttinn í heild sinni smelltu hér.

Hlustaðu á Júlí Heiðar á Spotify eða YouTube og fylgdu honum á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Hide picture