fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

„Aðalástæðan fyrir að ég gerðist rithöfundur er að ég þarf ekki í buxur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2023 19:00

Skúli Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Stóri bróðir kom með látum inn á íslenskan bókamarkað í fyrra og sló rækilega í gegn meðal lesenda og gagnrýnenda. Höfundurinn Skúli Sigurðsson er þó hógvær yfir allri velgengninni og athyglinni sem fyrsta bók hans Stóri bróðir fékk. Bókin vann Blóðdropann og er tilnefnd til Glerlykilsins, samnorrænu glæpasagnaverðlaunanna árið 2024, Maðurinn frá São Paulo kemur síðan út næsta föstudag.

Sjá einnig: „Lífið allt er rannsóknarvinna“

Aðspurður um hvað veldur því að menn fá flugu einn daginn komnir á fertugsaldur að verða rithöfundur hlær Skúli og segir mikla sköpunarhneigð í hans nánustu fjölskyldu, einnig hjá honum þó að skrifin hafi blundað værum svefni þar til fyrir nokkrum árum.

„Pabbi er leikari og þýðandi, hefur þýtt yfir 20 bækur, mamma starfaði sem leikkona og leikstjóri og ýmislegt annað líka, bróðir minn er söngvari og önnur systir mín er lágfiðluleikari. Það er sköpunarþörf í familíunni. Ég spila á gítar, lærði söng, get bjargað mér á hljómborði og trommum.“

Og aðspurður um af hverju hann valdi ekki leiklistina eins og foreldrarnir: „Börn leikara fá alltaf sömu ræðuna og inntakið í henni er; „ef þú getur hugsað þér að vera eitthvað annað en leikari þá skaltu vera það.“ Leikarar líta svo á að þú ert ekki að velja starf heldur lífstíl. Ég er mjög feginn að hafa ekki farið í leiklistina, ég valdi lögfræði sem þótti svolítið á skjön við marga í ættinni. Ég held að ég hafi ætlað að verða 9-5 maður með því að fara í lögfræðina, af því ég sá ýmsa ókosti hjá foreldrum mínum, mamma vann mikið í lausavinnu og mikill þeytingur, pabbi mikið að vinna á föstudags- og laugardagskvöldum. Ég man sem krakki eftir að horfa á Spaugstofuna einn með mömmu, svo kom pabbi heim eftir sýningu.“

Skúli segist hafa tekið sér tryggingu í lífinu með því að klára lögfræðina, ef allt annað klikki þá geti hann alltaf snúið sér að henni.  „Og hún borgar reikningana núna, ég sinni talsmennsku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, og það er búið að vera mitt aðalstarf síðastliðið ár. Ég kem fram fyrir hönd umsækjenda og gæti hagsmuna þeirra, reyni að tryggja að þeim sé veitt vernd hér á landi.“  

Skúli segist þó alltaf hafa haft löngun til að skapa og reynt að finna sköpuninni farveg í tónlistinni og hafði gaman af henni. „Ég bara vissi ekki að ég vildi skrifa, kannski var ég líka fókuseraður á tónlistina hvað varðar sköpun og að fá útrás fyrir hana. Ég var í bílskúrsböndum og ein hljómsveitin tók upp plötu sem var aldrei hljóðblönduð og kom aldrei út, hún er einhvers staðar á hörðum diski og við spiluðum nokkra tónleika. Þetta er svona frá því ég er 15-24 ára. Þegar ég fór að skrifa fann ég fljótlega að þar var eitthvað, en vissi ekki að það væri eitthvað sem ég vildi halda við fyrr en ég var langt kominn með Stóra bróður. En ég tek eftir að ég spila miklu minna á hljóðfærin eftir að ég byrjaði að skrifa, núna fæ ég útrásina annars staðar. Ég hef grínast með að aðalástæðan fyrir að ég gerðist rithöfundur er að ég þarf ekki í buxur. Ég get bara verið á náttbuxunum heima. Bara velti mér fram úr og byrja að skrifa, sem er mjög notalegt,“ segir Skúli og hlær.

„Eins og ég sagði áðan, lífið er rannsóknarvinna, og ég var bara í henni í 35 ár, ég held ég hefði ekki haft neitt fram að færa hefði ég byrjað að skrifa fyrir tíu árum. Ég er búinn að vera í námi, ferðast, starfa sem blaðamaður og lögfræðingur, þannig að ég er með alls konar bakgrunn sem ég get byggt á. Margir rithöfundar byrja ekki fyrr en seint, eins og Michael Connelly sem var blaðamaður  fram á fertugsaldur ára aldurs, Ian Fleming og John Grisham voru báðir var komnir yfir fertugt þegar þeir sneru sér að skrifum.“

Þetta er brot af helgarviðtali DV, viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“