Þetta er algeng spurning þegar viðkemur kynlífi og svarið gæti komið þér á óvart.
Kynlíf endist venjulega um þrjár til sjö mínútur samkvæmt niðurstöðum könnunar, meðallengd var 5,4 mínútur.
En hversu lengi ætti það að endast? Kynlífssérfræðingarnir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að æskilegur tími væri sjö til þrettán mínútur.
Þetta sögðu sérfræðingarnir:
Hins vegar er áhugavert að sjá samkvæmt rannsókn frá 2020 að gagnkynhneigðar konur eru að meðaltali rétt rúmlega þrettán mínútur að fá fullnægingu.
Það bendir til þess að kynlífssérfræðingarnir sem tóku þátt í 2008 könnuninni telja kynlíf þar sem kona fær fullnægingu vera „of langt.“
Það er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur ná aðeins yfir samfarir í gegnum leggöng, forleikur er til dæmis ekki meðtalinn.