fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Tímamót í lífi Taylor Swift

Fókus
Föstudaginn 27. október 2023 12:30

Taylor Swift er ein stærsta poppstjarna heims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímamót urðu nýlega í lífi bandarísku tónlistarstjörnunnar Taylor Swift. Hún telst nú vera í hópi milljarðamæringa í Bandaríkjunum.

CNN greinir frá og vísar í greiningu Bloomberg fréttaveitunnar.

Samkvæmt þessari greiningu eru eignir Swift nú metnar á 1,1 milljarða dala ( tæplega 154 milljarða íslenskra króna) sem gerir hana að milljarðamæringi.

Bloomberg segir að Swift sé ein af fáum í skemmtanabransanum sem hafi komist í þennan hóp algjörlega á grunni tónlistar sinnar og tónleikahalds.

Yfirstandandi tónleikaferð Swift, „The Eras Tour“, er sögð hafa sett ný viðmið þegar kemur að efnahagslegum grunni skemmtanabransans.

Tónleikamynd hennar „Taylor Swift: The Eras Tour“ hefur rakað inn fjármunum úr miðasölu í Kanada og Bandaríkjunum. Aldrei áður hefur tónleikamynd, í þessum löndum, skilað jafn háum upphæðum úr miðasölu á frumsýningarhelgi.

Það stefnir í að „The Eras Tour“ skili 2,2 milljörðum dala (rúmlega 308 milljörðum íslenskra króna) í miðasölutekjur í Norður-Ameríku einni. Ef það gengur eftir mun þetta vera sú tónleikaferð sem hefur skilað hæstu miðasölutekjum sögunnar.

Tónleikaferðin hefur ekki bara fyllt vasa Swift heldur styrkt efnahagslífið á þeim stöðum þar sem hún hefur haldið tónleika. Til að mynda skiluðu síðustu 6 tónleikar sem hún hélt í Los Angeles, sem hluta af tónleikaferðinni, tæplega 320 milljónum dala (45 milljötðum íslenskra króna) til efnahagslífs borgarinnar.

Í borgum þar sem Swift hefur haldið tónleika hefur aðsókn í almenningssamgöngur stóraukist og gistinóttum á hótelum fjölgað verulega.

Ákafur dans gesta á tónleikum hennar í Seattle er sagður hafa mælst á jarðskjálftamælum.

Fleiri tónlistarmenn í Bandaríkjunum hafa á síðustu árum bæst í hóp milljarðamæringa. Rihanna, Beyonce og maður hennar Jay-Z eru dæmi það. Ólíkt Swift standa þessi þrjú í annars konar viðskiptum meðfram tónlistinni. Rihanna hefur til að mynda sett á markað bæði snyrtivöru- og undirfatalínu en eins og áður segir hefur Taylor Swift auðgast eingöngu á tónleikahaldi og útgáfu tónlistar sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið