fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Britney í hart við pabba sinn en býður fram sáttahönd af ótta við bomburnar sem faðir hennar gæti afhjúpað

Fókus
Föstudaginn 27. október 2023 13:31

Faðir Britney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var við því að búast að æviminningar Britney Spears settu allt á hliðna. Í bókinni sem kom út í vikunni rekur Britney aðdraganda þess að hún var svipt sjálfræði í rúman áratug. Eins gerir hún grein fyrir því hversu mjög frelsi hennar var heft öll þessi ár. Að sjálfsögðu spilar fjölskylda hennar stórt hlutverk í bókinni. Britney hefur oft og ítrekað gagnrýnt bæði foreldra sína og systur fyrir að gera líf hennar að helvíti á jörðu.

Sérstaklega fær faðir hennar, Jamie Spears, að heyra það. Það var hann sem var skipaður lögráðamaður söngkonunnar og hann sem stjórnaði lífi hennar í einu og öllu.

Jamie brást við bókinni með því að ráða sér lögmann sem sendi erindi á söngkonuna. Nú hefur lögmaður Britney svarað fyrir söngkonuna í harðorðu bréfi sem inniheldur ítarlegan lista yfir allt það sem Britney sakar föður sinn um að hafa gert á sinn hlut. Vísar miðillinn TMZ til tveggja heimildarmanna sem segja að lögmaður Britney, Mathew Rosengart, hafi byrjað bréfið með því að viðurkenna þá staðreynd að Jamie væri að glíma við veikindi. Sökum þess væri þetta líklega besti tíminn til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Gangast við brotum sínum og greiða söngkonunni skaðabætur.

Meðal þess sem Jamie er sakaður um að hafa gert er að vakta söngkonuna með ólögmætum hætti. Svo sem með því að njósna um síma hennar.

Þetta útspil er talið tengjast því að Jamie hefur krafist þess að Britney greiði honum lögmannskostnað, en það geti söngkonan ekki hugsað sér að gera. Britney er því að stefna föður sínum, en sagan segir að hann ætli sér að leggja fram gögn fyrir dómi sem kæmu sér illa fyrir dóttur hans. Því hafi lögmaður hennar undanfarið reynt að ná fram sáttum til að forðast opinber réttarhöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“