fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Fannst hann þurfa að gera upp fortíðina fyrir framtíðina – „Þetta var farið að elta mig hvert sem ég fór“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2023 19:59

Júlí Heiðar er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Júlí Heiðar er tónlistarmaður á kvöldin og bankastarfsmaður á daginn. Þar að auki er hann lærður leikari. Það er nóg að gera hjá honum þessa dagana þar sem hann vinnur hörðum höndum að fyrstu sólóplötunni sinni sem kemur út í mars á næsta ári. Hann á einnig von á barni með unnustu sinni, Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, en fyrir eiga þau bæði syni úr fyrri samböndum. Svo má ekki gleyma loðnu fjölskyldumeðlimunum, hundinum Bóasi og kettinum Sólmundi.

Í þættinum fer Júlí Heiðar um víðan völl. Hann segir frá röð tilviljunarkenndra atvika sem varð til þess að hann byrjaði að vinna í banka, fjölskyldulífinu, tónlistarferlinum, hvernig hann kom sér á beinu brautina eftir að hafa farið út af sporinu, einelti í æsku og uppgjöri fortíðarinnar.

Mynd/Instagram @juliheidar

Júlí Heiðar skaust upp á stjörnuhimininn með háum hvelli árið 2009 þegar hann gaf út hið alræmda lag „Blautt dansgólf.“

Á þessum tíma var hann í kringum átján ára gamall og í Borgarholtsskóla. Hann og félagi hans voru nýbúnir að semja lag fyrir áfanga í skólanum um raunvísindi. Vini hans langaði að halda samstarfinu áfram og sendi Júlí Heiðari texta og lagið „Blautt dansgólf.“

„Ég sagði strax nei, því textinn af laginu er viðbjóður. Hann er hræðilegur. En svo lenti ég í smá ástarsorg,“ segir Júlí Heiðar og hlær.

„Ég var að deita stelpu sem var aðeins eldri en ég en svo fékk hún nóg og ég var miður mín. Í einhverri reiði hringdi ég í hann og sagðist vera til í að gera lagið. Svo bara varð þetta eitthvað mesta rugl sem ég hef gert í lífinu.“

Daginn eftir að lagið kom út voru drengirnir dregnir inn á kennarastofu og skammaðir fyrir að taka ljósmyndir fyrir lagið á göngum skólans með myndavél í eigu skólans. Júlí segir að hann hafi eiginlega bætt upp fyrir þetta stuttu síðar þegar hann tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna með Kristmundi Axel fyrir hönd Borgarholtsskóla og tókst að landa fyrsta sigri í sögu skólans.

Barnaverndarnefnd og lögreglan á tónleikum

Lagið „Blautt dansgólf“ var afar umdeilt og fékk Júlí Heiðar mikið af ljótum skilaboðum, það voru skrifaðar greinar um hann og fóru margir hörðum og andstyggilegum orðum um hann.

„Í grunninn var þetta lag náttúrulega bara grín. Það er enginn sem syngur nafnið sitt svona oft í viðlagi án þess að vera að grínast. En auðvitað, þetta var texti sem særði blygðunarkennd margra. Það er bara þannig,“ segir hann.

Júlí var sérstaklega gagnrýndur af foreldrum landsins. „Það voru margir foreldrar, ég man sérstaklega eftir einum. Einhver pabbi fyrir norðan sem var brjálaður. Hann skrifaði greinar á RÚV og þetta var tekið fyrir í útvarpinu.“

Hann rifjar upp nokkur skipti þar sem hann spilaði á skólaböllum á Akureyri og var látinn skrifa undir samning um að hann myndi ekki flytja umrætt lag á viðburðinum.

„Einu sinni kom barnaverndarnefnd og gott ef það var ekki bara einhver frá lögreglunni að fylgjast með tónleikum […] endaði svo eiginlega á því að ég fór að spjalla við þau og þau þökkuðu mér fyrir frábæra tónleika.“

Júlí skrifaði nýlega undir útgáfusamning við Öldu Music og er tíu laga plata á leiðinni í mars.

Svo tók gamanið að kárna

„Okkur fannst þetta bara ógeðslega fyndið en svo var þetta ekki lengur fyndið því þetta var farið að elta mig hvert sem ég fór. Það var alltaf þetta, ef ég fór í viðtöl þá var alltaf komið inn á þetta og mér fannst það svo leiðinlegt. Ég var farinn að gera fullt af góðum hlutum, eins og að gefa út lag í Söngvakeppni sjónvarpsins […] En þetta varpaði skugga á allt hitt.“

Aðspurður hvort að það hafi verið þess vegna sem hann hafi ákveðið að gefa aftur út lagið með breyttum texta, til gera upp fortíðina svo hann gæti haldið áfram segir hann:

„Já, það var svolítið þannig, bara að „owna“ þetta. Þetta var bara kafli, hann kláraðist og núna ætlum við að halda áfram.“

Horfðu á allann þáttinn með Júlí Heiðari í spilaranum hér að ofan.

Hlustaðu á nýju útgáfuna af laginu hér að neðan. Fleiri lög frá Júlí Heiðari má nálgast á Spotify eða YouTube.

Fylgstu með Júlí Heiðari á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Hide picture